is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19979

Titill: 
  • Aðgangur almennings að gögnum samkeppnismáls
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Mikil gagna- og upplýsingasöfnun á sér stað við framkvæmd eftirlits Samkeppniseftirlitsins samkvæmt lögum nr. 44/2005. Þannig er miklum fjölda gagna aflað hjá þeim sem beinlínis sæta rannsókn sem og öðrum einstaklingum eða lögaðilum og jafnvel með tilteknum þvingunaraðgerðum. Ágreiningslaust er að þessi gögn og upplýsingar geta innihaldið hinar ýmsu trúnaðarupplýsingar, m.a. viðkvæmar viðskiptalegar upplýsingar, sem geta flokkast til samkeppnisupplýsinga, og viðkvæmar persónulegar upplýsingar. Að auki geta þessi gögn innihaldið upplýsingar sem tengjast ekki efnisatriðum rannsóknar samkeppnisyfirvalda. Umfjöllunarefni rannsóknarinnar er hvaða reglur gilda um aðgang einstaklinga og lögaðila að gögnum hjá samkeppnisyfirvöldum sem ekki teljast aðilar í skilningi stjórnsýsluréttar að þeim málum sem til rannsóknar eru.
    Þar sem engar reglur er að finna um aðgang almennings að gögnum samkeppnismáls í samkeppnislögum verður slíkur aðgangur byggður á upplýsingalögum nr. 140/2012. Sjónum verður beint að meginreglu upplýsingalaga um skyldu stjórnvalds til að veita almenningi aðgang að gögnum, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, og þeim takmörkunum sem sá réttur sætir samkvæmt 6.-10. gr. laganna. Um er að ræða hefðbundna lögfræðilega rannsókn þar sem við skýringu á framangreindum ákvæðum verður litið til dómaframkvæmdar og úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem reynt hefur á þetta álitaefni.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 30.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19979


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín_Benediktsdottir_LOG.pdf312.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna