is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19983

Titill: 
 • Heilsulæsi. Hindranir í tengslum við upplýsingar um heilsu og lífsstíl
Útgáfa: 
 • Október 2014
Útdráttur: 
 • Mikilvægt er að fólk taki virkan þátt í heilsueflingu og ástundi heilbrigðan lífsstíl.
  Heilsulæsi spilar hér stórt hlutverk en samkvæmt Alþjóða
  heilbrigðismálastofnuninni felst það í því að fólk búi yfir þekkingu, hvatningu og
  hæfni sem þarf til að hafa upp á þeim upplýsingum sem það þarfnast, geta skilið
  þær, lagt mat á gæði þeirra og notfæra sér upplýsingarnar til heilsueflingar.
  Fjallað verður um könnun þar sem rannsakaðar voru hindranir hjá mismunandi
  hópum Íslendinga í tengslum við upplýsingar um heilsu og lífsstíl. Leitað verður
  svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvaða hindranir eru fyrir hendi hjá
  mismunandi hópum Íslendinga í tengslum upplýsingar um heilsu og lífsstíl?
  Notaðar voru megindlegar aðferðir og gagna aflað frá 1.200 manna
  tilviljunarúrtaki fólks á aldrinum 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 58,4%.
  Þátttakendur voru beðnir um að svara 13 staðhæfingum um hugsanlegar
  hindranir. Niðurstöður sýna að 10 af staðhæfingunum mæla hindranir hjá öllum
  hópum, í mismiklum mæli, og gefa vísbendingu um að allir hópar eigi í nokkrum
  vanda með heilsulæsi í tengslum við upplýsingar um heilsu og lífsstíl.

Birtist í: 
 • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
 • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
 • 30.10.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19983


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heilsulæsi_Félags- og mannvísindadeild.pdf558.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna