is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19985

Titill: 
  • Mótun landamæra og mæra: Upplifanir og ólík staða innflytjenda
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Samhliða því að landamæri Íslands opnuðust gagnvart fólki frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins inn á sameiginlegan vinnumarkað Evrópska Efnahagssvæðisins í maí 2006, lokuðust hliðin gagnvart þeim sem komu annars staðar frá. Síðan hefur fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins einungis getað komið til landsins á grundvelli fjölskyldusameiningar, sem sérfræðingar og sem flóttamenn. Þetta hefur haft í för með sér að mismunandi hópar innflytjenda í landinu hafa ólíka stöðu og ólíkan aðgang að landinu. Í fyrirlestri okkar fjöllum við annars vegar um áhrif þessara breytinga á ólíka hópa á Íslandi og hins vegar leggjum við sérstaka áherslu á reynslu Nepala og Filippseyinga sem hafa flust til Íslands á síðustu tveim áratugum af þessum breytingum. Reynsla þessara hópa er ólík á margan hátt, en er svipuð með tilliti til stöðu á vinnumarkaði, fjölskyldusameiningar og fordóma sem þau verða fyrir sem fólk frá Asíu. Fólk frá Asíu hefur fengið stöðu „nýbúa“ í meira mæli en fólk frá Evrópu. Í fyrirlestrinum verður sjónum einnig beint að ólíkri reynslu kvenna og karla, en rannsóknir hafa sýnt að kyn hefur mikil áhrif á upplifanir fólks þegar það flyst á milli landa.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 30.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19985


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mótun landamæra og mæra_Félags- og mannvísindadeild.pdf567.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna