is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19988

Titill: 
  • Hún var mjög hláturgjörn. Kven- og karlhetjur í ævintýrinu Hans og Grétu
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Í ævintýrum takast hetjur á við ýmsar þrautir og uppskera að lokum ríkuleg laun. Misjafnt getur þó verið hvernig þær bregðast við hættunni; sumar eru aðgerðalitlar en aðrar útsjónasamar og hugrakkar. Í erindinu verður fjallað um birtingarmyndir kven- og karlhetja í ævintýrinu um Hans og Grétu (ATU 327A) með áherslu á kvenhetjuna. Sagt verður frá fjórtán tilbrigðum sem til eru hér á landi af þessari gerð og nítján erlendum tilbrigðum frá Skandinavíu og annars staðar úr Evrópu. Tilgangur rannsóknarinnar sem erindið byggir á er að varpa ljósi á kvenhetjuna sérstaklega, samspil hennar við karlhetjuna og sjá hvor þeirra væri virkari. Einnig var athugað hvort greina mætti svæðisbundinn mun á kvenhetju ATU 327A og í hverju sá munur fælist. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að ævintýragerðin ATU 327A er mjög fjölbreytt og breytileg eftir menningarsvæðum og geta áherslur því verið ólíkar hvað varðar hlutverk kven- og karlhetja. Áberandi er hversu líkar sögur einkenna sagnahefð svipaðra menningarsvæða, samanber Ísland og Skandinavíu, þar sem sögurnar hafa að geyma áþekk minni og álíka áherslur, bæði hvað varðar hlutverk söguhetjanna og atburðarás. Þegar á heildina er litið eru kvenhetjur sagnanna allt frá því að vera aðgerðarlitlar yfir í að vera virkar, sterkar og leiðandi í sögunni.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 31.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19988


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hún var mjög hláturgjörn_Félags- og mannvísindadeild.pdf572.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna