is Íslenska en English

Grein Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19991

Titill: 
 • Samfélagsmiðlar opinberra stofnana: Varðveisla efnis, stefna og reglur
Útgáfa: 
 • Október 2014
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að leiða í ljós hvernig ástatt væri um skjalastjórn
  efnis á samfélagsmiðlum hjá opinberum stofnunum. Notaðar voru megindlegar
  og eigindlegar rannsóknaraðferðir við framkvæmd rannsóknarinnar. Tekin voru
  níu hálfstöðluð viðtöl við skjalaverði, upplýsingafulltrúa og sérfræðinga hjá
  opinberum stofnunum. Þá var spurningalisti sendur á rafrænu formi til allra
  ríkisstofnana hérlendis. Einnig voru athuguð fyrirliggjandi gögn úr innra umhverfi stofnananna. Varðveislu efnis á samfélagsmiðlum opinberra stofnana
  var verulega ábótavant og mjög fáar þeirra töldu að efni á samfélagsmiðlum félli
  undir skjalastjórn stofnana. Algengara var að stofnanirnar varðveittu efni á
  miðlunum einnig á heimasíðum sínum eða á sameiginlegum tölvudrifum
  starfsmanna frekar en í rafrænum skjalastjórnarkerfum, en einungis lítill hluti
  stofnananna varðveitti efni á samfélagsmiðlum sínum í slíkum kerfum. Nokkur
  hluti stofnananna gerði ekkert við efnið á miðlunum og engin stofnun hafði gert
  geymslu- og grisjunaráætlun fyrir efni sem fór á samfélagsmiðla. Stór hluti
  opinberra stofnana hafði ekki mótað stefnu um notkun samfélagsmiðla í
  starfsemi sinni og einungis hjá fjórðungi stofnananna voru til staðar reglur um
  hvernig skyldi staðið að stjórn þeirra upplýsinga og efnis sem var að finna á
  samfélagsmiðlum. Þá höfðu aðeins örfáar stofnanir sett viðmið eða reglur um
  það hvaða efni á samfélagsmiðlum teldust vera skjöl.

Birtist í: 
 • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
 • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
 • 31.10.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19991


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samfélagsmiðlar opinberra stofnana_Félags- og mannvísindadeild.pdf611.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna