is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19995

Titill: 
  • Glatað fé eða fundið? Rannsókn á því hvað hvetur miðaldra og eldra fólk í starfi
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Miðaldra og eldra fólki á vinnumarkaði (50+) mun á næstu árum og áratugum fjölga umtalsvert á meðan yngra fólki fækkar. Fjöldi þeirra sem lætur af störfum sökum aldurs fer að sama skapi smám saman vaxandi. Sú staða setur þær kröfur á herðar fyrirtækjunum að ráða nýtt starfsfólk á sama tíma og það þarf að tryggja kerfisbundna yfirfærslu þekkingar og reynslu þessa hóps til framtíðar. Í sumum tilvikum getur verið mikilvægt fyrir stjórnendur að halda sem lengst í reynslumikið starfsfólk og hafa þá til þess réttu verkfærin. Markmið þeirrar rannsóknar sem hér er byggt á er að auka þekkinguna og skilninginn á þessum verðmæta starfsmannahópi. Sömuleiðis að setja fram tillögur sem nýtast mega sem hjálpartæki í stjórnun starfsmannamála þar sem tekið er mið af þörfum þessa hóps. Lagt var upp með eftirfarandi rannsóknarspurningar: (1) Hvað hvetur miðaldra og eldra fólk í starfi og hvernig má stuðla að starfsánægju þess? (2) Hvaða þýðingu hefur færni í starfi annars vegar og sá möguleiki að geta miðlað þekkingu hins vegar fyrir starfsánægju miðaldra og eldra fólks? Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð til að fá svar við spurningunum út frá fyrirbærafræðinni. Tekin voru hálfopin viðtöl við átta einstaklinga á aldrinum 50 til 63 ára og var í vali á viðmælendum stuðst við snjóboltaaðferðina. Helstu niðurstöður gefa til kynna að vinnuumhverfið, þar með talið starfið sjálft og verkefnin, stuðningur stjórnenda og samskipti við samstarfsmenn, leiki stórt hlutverk þegar hvetja á miðaldra og eldra fólk í starfi.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 3.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19995


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Glatað fé eða fundið__Viðskiptafræðideild.pdf630.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna