is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19996

Titill: 
  • Hvað verður um þekkingu starfsmanna sem láta af störfum vegna aldurs við starfslok þeirra?
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Því fylgir mikið umbreytingarferli í lífi hvers einstaklings að hætta í vinnu sinni og setjast í helgan stein. Á starfsævinni safnast jafnan upp mikil reynsla, færni og þekking auk þess sem margir finna tilgang sinn og virði í starfinu. Markmið með þessarari eigindlegu rannsókn er að komast að því hvort markvisst sé reynt að halda í þá þekkingu sem fólk hefur sankað að sér á starfsævinni. Tekin voru viðtöl við átta manns, fjórar konur og fjóra karla, sem öll höfðu sinnt ábyrgðarstöðum fyrir starfslok og voru komin á eftirlaun. Megin viðfangsefni rannsóknarinnar er því að finna út hvort fólk telji sig almennt búa yfir mikilvægri þekkingu eftir starfslok sem hefði þurft að fanga betur til áframhaldandi hagnýtingar innan skipulagsheildarinnar og hvort eitthvað megi betur fara í viðskilnaði fólks við vinnustaðinn. Helstu niðurstöður gefa til kynna að miklu máli skipti hvernig staðið er að starfslokum og að fólk sé kvatt á viðeigandi hátt þegar það fer á eftirlaun. Hvað þekkinguna varðar þá virðist ekki nægileg áhersla vera lögð á að fanga þekkingu fólks áður en það lætur af störfum þó oftast komi það að einhverju leyti að því að setja eftirmann sinn inn í starfið. Þeir sem settu eftirmenn sína inn í starfið og komu þekkingu sinni í farveg fyrir starfslok hættu störfum sáttari en ella og höfðu jákvæðara viðhorf til vinnustaðarins og eftirmannsins.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 3.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19996


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvað verður um þekkingu starfsmanna_Viðskiptafræðideild.pdf542.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna