Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/19997
Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis skipulagt frá byrjun til enda. Skilgreind eru markmið, umfang, kostnaðar- og tímaætlun, áhættuþættir og lokaniðurstaðan svo dæmi séu tekin. Þegar kemur að því að vinna að verkefnum hjá hugbúnaðarfyrirtækjum er hluti vinnunnar skapandi og því liggur umfang verkefnis og lokaafurð ekki alltaf fyrir í upphafi. Markmiðið er ljóst frá byrjun, en þó þróast verkefni og breytast eftir því sem líður á ferlið að ósk viðskiptavinar. Þess vegna er talið að hefðbundin verkefnastjórnun sé ekki alltaf besta leiðin. Scrum aðferðafræðin byggir á Agile hugmyndafræðinni og er vinsæl í verkefnum sem koma inn á þróun hugbúnaðar, en þar er talað um aðferð þar sem mannlegi þátturinn er talinn mikilvægur og að færni þeirra sem koma að verkefninu skipta höfuðmáli til að ná árangri. Aðferðin krefst samheldni og auknum samskiptum þeirra sem koma að verkefninu. Meginmarkmið þessarar greinar er að kynna niðurstöðu rannsóknar þar sem kannað var hvort Scrum aðferðafræðin geti hjálpað í íslenskum fyrirtækjum til að ná betri tökum í verkefnastjórnun.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Scrum-aðferðafræðin_Viðskiptafræðideild (1).pdf | 516.86 kB | Open | Heildartexti | View/Open |