is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19998

Titill: 
  • Fésbók logar af norðurljósum. Framsetning norðurljósa í markaðsfærslu ferðaþjónustufyrirtækja á Fésbók
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Norðurljósaferðir hafa á skömmum tíma orðið að meginþætti í vetrarferðaþjónustu á Íslandi. Norðurljósin hafa lengur þjónað sem aðdráttarafl ferðamanna í norðurhluta Noregs, Finnlands og Svíþjóðar auk norðursvæða Norður Ameríku þar sem þau skipa ákveðin menningarlegan sess t.d. í goðsögum frumbyggja og fyrir þjóðarímynd. Hraður vöxtur norðurljósaferða hérlendis er áhugaverður í sögulegu ljósi sem og í samhengi nýsköpunar og ímyndasköpunar ferðaþjónustu. Norðurljósin eru sérlega óstöðugt fyrirbæri sem skapar margvíslegar áskoranir fyrir ferðaþjónustuaðila en skapar um leið þá dulúð sem gerir þau að aðdráttarafli. Ljósmyndatæknin þjónar þeim tilgangi að fanga upplifun augnabliksins og gera það stöðugt. Erindið byggir á rannsókn á birtingarmyndum norðurljósa í markaðsefni fyrirtækja á Íslandi sem bjóða upp á norðurljósaferðir. Einblínt er á myndefni sem kemur fram á samfélagsmiðlum og vefsíðum tiltekinna fyrirtækja. Orðræðugreiningu er beitt til að draga fram áberandi meginstef í markaðssetningu norðurljósaferða og hvernig norðurljós leika hlutverk í ímyndarsköpun landsins sem áfangastaðar ferðamanna. Norðurljósaferðamennska er lítt kannað svið í ferðamálafræði og það sama má segja um notkun samfélagsmiðla í markaðssetningu á ferðaþjónustu. Hér verða fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar kynntar.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 3.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19998


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fésbók logar af norðurljósum_Viðskiptafræðideild.pdf837.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna