Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/20001
Rannsóknin fjallar um ákveðna tegund svokallaðra dagatalsáhrifa á hlutabréfamarkaði, þ.e. frávik í verðþróun sem tengjast tilteknum dagsetningum. Skoðað er hvort ávöxtun hlutabréfa er almennt minni sex mánuðina, frá maí til október, en hinn helming ársins. Frávikið er vel þekkt sögulega, þótt ekki hafi komið fram neinar viðhlítandi skýringar á því. Helsta nýmælið í þessari rannsókn er að skoða mjög stóran hóp landa, eða um 62 lönd, auk nokkura heimsvísitalna. Allir helstu markaðir heims eru skoðaðir og er samanlagt markaðsverðmæti skráðra hlutabréfa í þessum löndum nær 99% af markaðsvirði allra skráðra hlutabréfa. Auk þess er nýmæli að skoða sérstaklega hugsanlegan þátt arðgreiðslna í þessari verðþróun. Skoðuð er verðþróun það sem af er þessari öld. Niðurstöður rannsóknarinnar benda eindregið til þess að mynstrið sé enn að mestu til staðar en þó aðeins breytt frá því sem fram hefur komið í fyrri rannsóknum. M.a. virðist magra tímabilið ná yfir nóvember nú en ekki ljúka í október og auk þess skila bæði júlí og ágúst að jafnaði þokkalegri ávöxtun. Mynstrið er ekki bundið við einstök lönd, þannig skilar tímabilið frá maí til nóvember lakari ávöxtun en hinn hluti ársins í 52 af löndunum 62.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Selja í maí og hverfa svo__Viðskiptafræðideild.pdf | 635.25 kB | Open | Heildartexti | View/Open |