is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20005

Titill: 
  • Klasaframtök og vottun klasastarfs
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Í þessu ritverki verða íslenskir klasar og klasaframtök (cluster initiatives) skoðuð en þar er um að ræða skipulagsheild sem stofnað er til með það fyrir augum að auka vöxt og samkeppnishæfni svæðisbundinna klasa. Tilgangurinn með klasaframtaki getur verið margs konar, m.a. að efla tengsl hagsmunaaðila eins og fyrirtækja, hins opinbera og rannsóknarsamfélagsins. Með klasaframtaki er leitast við að virkja klasa og þau jákvæðu ytri áhrif sem aðilar klasans njóta. Í október 2013 fengu níu íslenskir klasar og klasaframtök tengdum þeim bronsviðurkenningu frá European Cluster Excellence Initiative (ECEI). Áður en þeim var veitt viðurkenningin höfðu þau undirgengist úttekt sem byggir á úttektaratriðum, gæðavísum, sem að ECEI hefur þróað. Vottunarferlið er ákveðinn farvegur sem gerir klasastjórnendum betur kleift að tileinka sér þá getu og færni sem stuðlar að slíkri fyrirmyndarstjórnun klasa. Eftirfarandi spurningar eru hafðar að leiðarljósi í ritverkinu: Hvaða kröfur eru gerðar til þess að klasaframtak öðlist viðurkenningu og hvernig er ferlið að baki því? Hver eru þessi íslensku klasaframtök sem fengu viðurkenningu og á hvaða sviði eru þau? Hver er styrkur íslensku klasaframtakanna og hvað er ábótavant í stjórnun þeirra eða starfsumhverfi?

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 3.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20005


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Klasaframtök og vottun klasastarfs_Viðskiptafræðideild.pdf642.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna