is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20019

Titill: 
  • Afhending gagna og upplýsinga úr stjórnsýslunni umfram skyldu
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi um áramótin 2012/2013. Í 11. gr. þeirra kemur fram að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt lögunum. Þessi regla er nefnd reglan um aukinn aðgang að gögnum. Í 13. gr. laganna er mælt fyrir um að stjórnvöld skuli veita almenningi með reglubundnum hætti upplýsingar um starfsemi sína, og að stjórnvöld skuli vinna markvisst að því að gera skrár yfir mál, lista yfir málsgögn og gögnin sjálf jafnóðum aðgengileg með rafrænum hætti. Þetta ákvæði er skylt reglunni um aukinn aðgang að gögnum, að því leyti að það hefur þann tilgang að stuðla að auknum aðgangi almennings að upplýsingum, og mælir ekki með beinum hætti fyrir um fortakslausa skyldu til að veita aðgang að tilteknum tegundum gagna eða upplýsinga. Í upplýsingalögum er ennfremur að finna fyrirmæli um það hvernig stjórnvöld skuli framkvæma reglurnar, og hvernig hagað sé eftirliti með þeirri framkvæmd. Viðfangsefni rannsóknarinnar er að greina, á lögfræðilegan hátt, hvað felst í reglum 11. og 13. gr. upplýsingalaga. Í einfölduðu máli má segja að spurt sé hvaða skyldur þær leggja á stjórnvöld. Leitast er við að svara þeirri spurningu með skoðun á forsögu reglnanna, markmiði þeirra og samhengi við aðrar lagareglur – skráðar og óskráðar. Einnig er kannað að hvaða leyti reynt hefur á þessar reglur í framkvæmd.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 5.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20019


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afhending gagna_Lögfræðideild.pdf547.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna