is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20022

Titill: 
  • Að leggja árar í bát. Starfslokaferli sjómanna
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Markmið með rannsókninni er að afla þekkingar á starfi íslenskra sjómanna, starfslokaferli þeirra og þeim breytingum sem verður á þátttöku eftir að störfum á sjó lýkur. Við öflun gagna var könnunarraðsnið notað þar sem viðtöl voru tekin við níu sjómenn á eftirlaunum og þau greind með aðferð grundaðrar kenningar. Síðan var spurningalisti lagður símleiðis fyrir 37 sjómenn á eftirlaunum og lýsandi tölfræði beitt í þeim tilgangi að staðfesta og bæta við niðurstöður viðtalanna. Niðurstöður sýndu að sjómennirnir höfðu flestir hafið störf mjög ungir og átt langa starfsævi á sjó. Áhugi á sjómennskunni var algengasta ástæða þess að þeir hófu þar störf. Það sem þeim líkaði best við starfið var hve launin voru góð, en síst fjarvera frá fjölskyldunni. Starfslokin voru þeim miserfið, þeir sem neyddust til að hætta voru ósáttir en hinir sem völdu það sjálfir voru sáttir. Undirbúningur þeirra undir starfslok og skilningur á því hvað í honum felst var ólíkur milli eigindlega hluta rannsóknarinnar og hins megindlega. Þátttaka þeirra í viðfangsefnum innan heimilisins jókst til muna eftir starfslok en tvennum sögum fer af þátttöku þeirra í tómstunda- og félagslífi.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 6.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20022


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að leggja árar í bát_Félags- og mannvísindadeild.pdf661.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna