is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20024

Titill: 
  • Eiga eða leigja
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Föst búseta er einn af grundvallarþáttum nútíma samfélags. Eignaréttur á landi er grundvallaratriði í varðveislu landgæða. Í nútíma samfélagi eru gerðar miklar kröfur til húsnæðis þannig að langan tíma tekur að byggja það upp. Í samfélögum sem þroskast hafa frá landnámsstigi hafa því gjarnan þróast markaðir þar sem þegnunum býðst að kaupa tíma. Afnotarétturinn hefur því ákveðið verðgildi. Eignaréttur á landi hefur víða þróast yfir í eignarétt á húsnæði. Þeir sem vilja eiga húsnæði þurfa því að kaupa tíma, þ.e. að fá lán. Verðgildi eignarinnar þróast í tíma og því tekur handhafi eignaréttarins áhættu á verðbreytingum. Eðlilegt er að á fasteignamarkaði verði til hlutverkaskipti, þannig að sumir velji að víkja sér undan því að eiga húsnæði og vilji fremur leigja. Sá sem leigir víkur sér undan þeirri áhættu. Kaup á eign þarf að fjármagna og þeir sem taka lán þurfa því einnig að taka áhættu varðandi vexti og hæfni sína til að standa við lánasamninginn. Í þessari grein eru rakin nokkur atriði sem tengjast áhættu við notkun og fjármögnun á íbúðarhúsnæði. Einnig er sagt frá hefðum sem myndast hafa í nokkrum nágrannalöndum Íslands varðandi eignar- og leigumarkað. Hugtök er tengjast fjármálamörkuðum eru einnig rakin.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 6.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20024


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eiga eða leigja_Hagfræðideild.pdf497.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna