en English is Íslenska

Article

University of Iceland > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/20025

Title: 
  • Title is in Icelandic Munurinn á flæði peninga í bönkum og öðrum fyrirtækjum
Published: 
  • October 2014
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Alþjóðlega fjármálakrísan sem hófst 2007 hefur undirstrikað mikilvægi þess að greina betur grundvallarþætti fjárhagsupplýsinga í reikningsskilum fjármálastofnana. Fjárhagsupplýsingar úr reikningshaldinu geta kallast tungumál viðskiptalífsins. Skilaboðin sem birtast í sjóðstreymisyfirlitum banka eru þó almennt ekki notuð. Samskiptakerfi viðskiptalífsins hrundi haustið 2008 og í ljós kom að sameiginlegt tungumál var ekki til. Síðan þá hafa bankar farið í greiðslustöðvanir og verið teknir til gjaldþrotaskipta eða teknir yfir af keppinautum, lánveitendum eða opinberum stofnunum. Seðlabankar heimsins hafa gripið inn í fjármálamarkaði meira en nokkru sinni áður, bæði með eignakaupum og með því að veita fjármálastofnunum fjármögnunaraðstoð til að viðhalda greiðsluhæfni og forða þeim frá lausafjárþurrð. Rannsóknin sem liggur að baki þessari grein byggir á mismunandi aðferðum sem sýna fram á að sjóðstreymisyfirlit banka eru ekki notuð. Þá er kenningin um hvernig útlán skapa peninga skýrð í líkani og notuð til að greina sjóðstreymi banka á nýjan hátt. Tölurnar úr sjóðstreymisyfirlitum eru almennt notaðar sem vísbending um lausafjárstöðu og greiðsluhæfi fyrirtækja – en sú er ekki raunin varðandi banka. Þessi staðreynd dregur fram mikilvægan mun í reikningshaldi banka og annarra fyrirtækja, sérstaklega að því er varðar handbært fé frá rekstri. Til að skilja sjóðstreymi banka er mikilvægt að skýra betur þennan grundvallarmun á peningamálum í bönkum annars vegar og öðrum fyrirtækjum hins vegar.

Citation: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Accepted: 
  • Nov 6, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20025


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Munurinn á flæði peninga í bönkum og öðrum fyrirtækjum_Viðskiptafræðideild.pdf530.95 kBOpenHeildartextiPDFView/Open