is Íslenska en English

Grein

Landbúnaðarháskóli Íslands > Rafræn tímarit > Búvísindi = Icelandic agricultural sciences >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20027

Titill: 
 • Titill er á ensku Initial fertilization of Betula pubescens in Iceland did not affect ectomycorrhizal colonization but improved growth
 • Áburðargjöf við gróðursetningu á birki jók vöxt en hafði ekki áhrif á þróun svepprótar
Efnisorð: 
Útgáfa: 
 • 2008
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Different doses of nitrogen (N) and phosphorus (P) were applied in a factorial design experiment to seedlings planted in nutrient poor and nutrient rich Andisols in Iceland to determine the effect of initial fertilization on ectomycorrhizal colonization, survival, growth, and nutrient status of downy birch (Betula pubescens) seedlings. One year after planting the highest NP fertilizer dosage reduced ectomycorrhizal colonization at the nutrient poor site significantly, while at the nutritional rich site the N and P fertilization had no significant effect. Three years after planting the difference in ectomycorrhizal colonization between the unfertilized and fertilized seedlings had vanished on both sites. At that time the average colonization at the rich and the poor site was 60% and 79%, respectively. No clear effect on the composition of ectomycorrhizal morphotypes was found by the various NP combinations. The initial fertilization increased the dry weight of birch on both soil types significantly. One and three years after planting the increase was up to 3.6 and 14 times, respectively. On the rich site, the largest dosages of NP had no additional effect over that of smaller NP dosages, while at the nutrient poor site the larger the dosages, the more the seedlings grew. Fertilization increased the foliar concentrations of N and P 3.6 and 7.7 times, respectively. NP fertilization during establishment of downy birch on Andisols in Iceland is recommended, as site-adapted moderate dosages had a positive effect on the growth and nutrient status and no adverse effect on the ectomycorrhizal development three years after planting.

 • Árið 1998 var gerð áburðartilraun á birki (Betula pubescens) á tveimur stöðum á Suðurlandi. Markmið tilraunarinnar var að athuga áhrif mismunandi skammta af nitri (N) og fosfór (P) á lifun, vöxt, næringarástand og svepprótarmyndun á birki, annarsvegar á frjósömu landi (Kollabæ) og hins vegar á rýru landi (Markarfljótsaurum). Borið var á plöntur einu sinni við gróðursetningu í júní 1998 og úttektir gerðar næstu þrjú árin þar á eftir. Einu ári eftir gróðursetningu hafði stærsti NP skammturinn marktæk neikvæð áhrif á myndun svepprótar á rótum birkisins á rýra landinu. Þremur árum eftir gróðursetningu voru áhrif áburðargjafanna á svepprótamyndun horfin og var magn sveppróta á rótarendum svipað hjá birki í öllum áburðarliðum. Meðaltíðni sveppróta á rótarendum var þá 60% á frjósama landinu og 79% á því rýra. Enginn munur var á samsetningu útlitsgerða sveppróta milli áburðarliðanna. Áburðargjöf hafði jákvæð áhrif á vöxt og var þurrvigt róta og yfirvaxtar birkis allt að 3,6 og 14 sinnum meiri í bestu áburðarmeðferðinni en hjá viðmiðunarplöntum, einu og þremur árum eftir gróðursetningu. Á frjósömu mólendi juku stærstu NP skammtarnir vöxt lítið samanborið við smærri NP skammta, en á rýrum malaraurum uxu plöntur því meira því stærri sem NP skammtarnir voru. Áburðargjöfin jók styrk næringarefna í birkilaufi haustið eftir gróðursetningu um 3,6 (N) og 7,7 (P). Út frá niðurstöðum tilraunarinnar er óhætt að mæla með áburðargjöf á birki við gróðursetningu, enda jók hún vöxt og bætti næringarástand án þess að hafa neikvæð áhrif á þróun sveppróta á plöntunum þremur árum eftir gróðursetningu.

Birtist í: 
 • Icelandic agricultural sciences 21, 15-28
ISSN: 
 • 1670-567x
Samþykkt: 
 • 6.11.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20027


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IAS_ Initial fertilization of.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna