is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20029

Titill: 
  • Er innleiðing spjaldtölva í skólastarf bara hvítir fílar? : tilviksrannsókn á miðstigi
  • Titill er á ensku Is the implementation of tablet technology in education just a white elephant? : a seventh grade case study
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Nýting stafrænnar tækni í grunnskólum er að aukast og fleiri kennarar og skólastjórnendur opnir fyrir notkun spjaldtölva í skólastarfi. Aðaltilgangur þessa meistaraprófsverkefnis er að varpa ljósi á þátt umsjónarkennara, foreldra og nemenda í innleiðingarferli á breyttum kennsluháttum í grunnskóla. Í skólanum var byggt á 1:1 kennslufræði þar sem 18 nemendur fengu spjaldtölvur til eigin nota í námsfögum hjá umsjónarkennara. Gagnaöflun fór fram veturinn 2013-2014 og byggir á viðtölum og könnunum. Umsjónarkennari hópsins þurfti að leggja á sig aukna vinnu í upphafi verkefnisins en álagið varð minna þegar á leið. Hann upplifði meira frelsi varðandi efnistök og yfirferð verkefna. Námsmat varð gagnvirkara og auðveldara að halda utan um verkefni fyrir hann og nemendurna. Verkefnið hafði í för með sér einstaklingsmiðaðri kennsluhætti. Nemendur höfðu val á milli verkefna og réðu skilaforminu. Nemendur voru fljótir að tileinka sér breytta kennsluhætti og foreldrar almennt mjög ánægðir með framtakið. Skapandi lausnaleit var höfð í fyrirrúmi. Kennarinn hafði mikla trú á verkefninu og sá fram á að nýta sér spjaldtölvur meira í starfi en upplifði sig þó nokkuð einan og hefði viljað vera í meira samstarfi við samkennara sína. Mikilvægt er að hlúa að þeim er sinna þróunarverkefnum og skapa umhverfi þar sem minni hætta er á einangrun í starfi.

  • The use of digital technology in primary schools is becoming more prevalent and more teachers and school administrators are open to using tablet computers in education. The main aim of this master’s project is to shed light on the role of the supervising teacher, parents and students in the implementation of new teaching strategies in a primary school. The school decided on a 1:1 pedagogical approach, issuing tablets to 18 students for personal use in subjects taught by the supervising teacher. Data was collected during the 2013-14 school year, through interviews and surveys. The supervising teacher found she had to take on an increased workload at the beginning of the project, but as time went on the workload decreased again. The teacher experienced increased freedom regarding teaching approaches and grading methods. Assessment became more interactive and organising schoolwork became easier for both teacher and students. The project led to more personalized learning. Students could choose between assignments and what end product to hand in. The students quickly adapted to the new methods and parents were generally very pleased with the project. Creative problem-solving was the order of the day. The teacher had a lot of confidence in the project and could envisage using tablets more in her work but also experienced some isolation and would have liked more collaboration with peers. It is important to show support to those who carry out curriculum development projects such as this one and create an environment that reduces the risk of professional isolation.

Samþykkt: 
  • 6.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20029


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigridurStella_M.Ed.ritgerð_Hvitirfilar.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna