is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20033

Titill: 
  • Samráð að hætti Dana. Klíkur stjórnmálaflokka sem formbundið stjórnvald
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Sem dæmi um pólitíska ákvarðanatöku í ólíkum stjórnmálakerfum verður borin saman nýskipan grunnskólakennaramenntunar á Íslandi 2008 og í Danmörku 2007/2013. Á Íslandi var róttæk breyting, m.a. lenging kennaranáms um tvö ár, gerð í einu skrefi. Í Danmörku var smærri breyting gerð í tvennu lagi, fyrst til reynslu. Á Íslandi var breytingin undirbúin að frumkvæði Kennaraháskólans. Í Danmörku vekur athygli aðkoma matsstofnunarinnar Danmarks evalueringsinstitut. Einkum verður borin saman aðkoma stjórnvalda og stjórnmálaflokka. Á Íslandi veitti fagráðherra málinu brautargengi með tilstyrk ríkisstjórnar, stjórnarþingflokka og stjórnarmeirihlutans í þingnefnd. Í Danmörku hafa sex stjórnmálaflokkar pólitíska forystu í málinu, þeirra á meðal núverandi og fyrrverandi stjórnarflokkar. Þeir höfðu myndað varanlegan samráðshóp (d. forligsgruppe) um kennaramenntun sem stýrði undirbúningi breytinganna, ákvað inntak þeirra með formlegu samkomulagi (d. forlig) 2006 og aftur 2012 og heldur áfram að líta eftir framkvæmdinni. Þingkosningar og stjórnarskipti 2011 breyttu litlu um völd og ábyrgð þar eð hver flokkur telst hafa neitunarvald í samráðshópnum. Danska samráðskerfið færir stjórnmálaflokkum óskorað vald líkt og íslenska meirihlutakerfið. Hlutverk þingsins verður síst meira þar sem samráðsflokkar tryggja málum framgang líkt og stjórnarflokkar hér. Danska kerfið gerir stefnubreytingar seinlegri og fyrirsjáanlegri en það íslenska og áhrif stjórnmálaflokka síður háð stjórnaraðild.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 7.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20033


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samráð að hætti Dana_Stjórnmálafræðideild.pdf581.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna