is Íslenska en English

Grein

Landbúnaðarháskóli Íslands > Rafræn tímarit > Búvísindi = Icelandic agricultural sciences >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20037

Titill: 
 • Titill er á ensku Springtail (Collembola) populations in hayfields and pastures in northern Iceland
 • Mordýr (Collembola) í túnum og úthaga á norðanverðu Íslandi
Efnisorð: 
Útgáfa: 
 • 2008
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Surface-living invertebrates in grassland habitats were collected in pitfall traps for one year in three hayfields and three pastures in northern Iceland. Hayfields and pastures were on three different soil types; sand, silt and peat. Traps were renewed at weekly intervals during summer (six replicates) but at longer and variable intervals during winter (two replicates). Collembolans were counted and grouped to families or subclasses. During the summer season Collembola were most abundant in late summer and early autumn (second part of July to end of August) and Isotomidae and Symphypleona dominated. Onychiuridae and Entomobryidae culminated in spring, Hypogastruridae and Symphypleona in late summer and Istomidae in early autumn. During summer Collembolans dominated by Onychiuridae, Isotomidae and Entomobryidae were significantly more abundant in pastures than hayfields, indicating that hayfield cultivation (fertilization and mowing) disturbs the natural pasture habitat. Hypogastruridae and Symphypleona were not significantly more abundant in hayfields. Isotomidae and Symphypleona thrived significantly best in peat soil and Onychiuridae in silt soil. The number of collected Collembolans was about nine times higher during the summer than in the winter. During winter Entomobryidae were also more abundant in pastures than in hayfields and also more abundant than Hypogastruridae in hayfields. In soil samples collected in September four species dominated: the Hypogstruridae species Ceratophysella denticulata in hayfields on peat soil, the Onychiuridae species Protaphorura bicampata on silt soil and mainly in pastures, and the Isotomidae species Isotoma caerulea on peat soil. The fourth species, the Isotomidae Parisotoma notabilis, was not attracted by a specific environment.

 • Hryggleysingjum sem lifa á jarðvegsyfirborði var safnað í eitt ár í fallgildrur í þremur túnum og þremur sambærilegum úthagaspildum á Norðurlandi. Túnin og beitilöndin voru á þrenns konar jarðvegi; sandi, mólendi og mýri. Fallgildrur voru tæmdar vikulega að sumri (sex endurtekningar) en með breytilegu og lengra millibili að vetri (tvær endurtekningar). Mordýr voru talin og flokkuð í ættir eða undirflokka. Heildarfjöldi mordýra varð mestur síðla sumars og að hausti (síðari hluti júlí til ágústloka) og mordýr af undirflokknum kúlumor (Symphypleona) og af ættinni stökkmor (Isotomidae) voru ríkjandi. Mordýr af pottamorsættinni (Onychiuridae) ásamt kengmori (Entomobryidae) náðu hámarki að vori en blámor (Hypogastruridae) og kúlumor síðla sumars og stökkmor snemma að hausti. Yfir sumartímann voru pottamor, stökkmor og kengmor marktækt algengari í úthaga en túnum, sem bendir til þess að ræktun (áburður og sláttur) trufli náttúrulegt búsvæði þessara mordýraætta. Blámor og kúlumor voru heldur algengari í túnum en úthaga. Stökkmor og kúlumor döfnuðu best í mýrlendi en pottamor í mólendi. Fjöldi stökkmora var um það bil níu sinnum meiri að sumri en vetri. Kengmor var einnig að vetri algengara í úthaga en túnum en blámor hins vegar í túnum. Í jarðvegssýnum sem safnað var í september voru fjórar mordýrategundir ríkjandi, Ceratophysella denticulata (blámor), Protaphorura bicampata (pottamor) í úthaga á mólendi og Isotoma caerulea (stökkmor) á mýrlendi. Fjórða algengasta tegundin, Parisotoma notabilis (stökkmor) virðist ekki laðast að neinum sérstökum jarðvegi eða meðferð.

Birtist í: 
 • Icelandic agricultural sciences 21, 49-59
ISSN: 
 • 1670-567x
Samþykkt: 
 • 11.11.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20037


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IAS_ Springtail (Collembola).pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna