Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20040
Brúarásskóli er fámennur skóli á Fljótsdalshéraði. Skólinn hefur vakið athygli fyrir frjótt og skapandi skólastarf og var valinn Nýsköpunarskóli ársins í flokki minni skóla árin 2012 og 2013. Útikennsla er fastur liður í starfinu, tvær útikennslustofur eru við skólann og ein kennsluvika í hverjum mánuði er útikennsluvika. Kennarar skólans hafa verið þátttakendur í þróunarverkefnum og öllu námsmati skólans hefur verið umbylt á síðustu árum. Margar skemmtilegar hefðir einkenna starfið, dans er kenndur á öllum stigum og á hverju ári er settur upp frumsaminn söngleikur þar sem allir nemendur skólans fara með hlutverk, spila á hljóðfæri og semja sum lögin í sýningunni. Tónlistarskóli er starfandi í húsakynnum skólans og þar stunda um 90% nemenda grunnskólans nám á skólatíma. Við skólann er dýrahús þar sem nemendur halda hænur, kanínur og naggrísi. Þangað fara afgangar úr mötuneytinu og svo eru eggin úr hænunum notuð í heimilisfræðikennslu. Skólinn er Grænfánaskóli og annað hvert ár er valið nýtt þema tengt náttúru og umhverfisvernd að vinna með. Á tveggja vikna fresti fá nemendur með sér heim hjartaása þar sem umsjónarkennarar hafa skrifað til þeirra jákvæð skilaboð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BroturstarfiBruararskola.pdf | 1.12 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |