en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/20043

Title: 
 • Hypopituitarism following traumatic brain injury and subarachnoid hemorrhage
 • is Vanstarfsemi heiladinguls í kjölfar höfuðáverka og innanskúmsblæðinga
Submitted: 
 • November 2014
Abstract: 
 • Introduction: High prevalence of hypopituitarism (HP) has been reported after traumatic brain injury (TBI) and subarachnoid hemorrhage (SAH). The objective of this study was to prospectively evaluate the prevalence and progression of HP in patients after TBI and SAH in an Icelandic population. Furthermore, to identify potential predictive factors.
  Materials and methods: The study was a 12 month prospective single-center study where the pituitary function was assessed 3 and 12 months after TBI/SAH. A total of 27 patients were included, 15 patients with moderate (n=6) or severe (n=9) TBI (11 men, 4 women, mean age 41 years) and 12 patients with SAH (6 men, 6 women, mean age 51 years). Of the TBI patients, 12 and 14 were included at 3 and 12 months respectively. After SAH, 12 and 11 patients were included at 3 and 12 months after the event respectively. Pituitary function was evaluated with baseline hormone measurements and diagnostic tests. The insulin tolerance test was used unless contraindicated, then GHRH-Arginine test and Synachten test were used.
  Results: At the 3-month assessment 16.7% (2 out of 12) of the patients had impaired pituitary function after TBI and 33.3% (4 out of 12) after SAH. The reevaluation at 12 months showed impairment of pituitary function in 21.4% (3 out of 14) of patients after HP and in 9.1% (1 out of 11) after SAH. Six patients had improved at retesting, 4 had a total recovery and 2 patients with 2 axes affected at 3 months only showed isolated hormone deficiency at 12 months. The most common deficiency was gonadotropin deficiency at 3 months and growth hormone and gonadotropin deficiency at 12 months. Comparison of hormone concentrations between 3 and 12 months showed a statistically significant difference in baseline cortisol in TBI patients. There was no statistically significant difference in BMI, age, GCS, GOS, mRS or QoL between patients with and without impairment of pituitary function.
  Conclusion: Hypopituitarism can occur following TBI and SAH. The most commonly affected axes at 12 months after TBI/SAH were the gonadotrophic and somatotrophic axes. Neuroendocrine evaluation is therefore justified in patients after TBI and SAH. Since recovery commonly occurs, evaluation should be performed no earlier than 12 months after the event. However, clinical assessment might be indicated earlier to evaluate the need for neuroendocrine screening. Further reasearch is still needed to identify predictive factors and clarify the natural history of HP after TBI/SAH.

 • is

  Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að vanstarfsemi heiladinguls eftir höfuðáverka (HÁ) og innanskúmsblæðingar (IB) er algeng. Markmið þessarar rannsóknar var annars vegar að kanna algengi og þróun slíkrar vanstarfsemi eftir HÁ og IB á framsýnan hátt í íslensku þýði og hins vegar að kanna mögulega forspárþætti.
  Efni og aðferðir: Rannsóknin var 12 mánaða framsýn rannsókn þar sem starfsemi heiladinguls var metin 3 og 12 mánuðum eftir höfuðáverka. Alls tóku 27 sjúklingar þátt í rannsókninnni, 15 sjúklingar með miðlungs- (n=6) og alvarlega (n=9) HÁ (11 karlmenn, 4 konur, meðalaldur 41 ár) og 12 með IB (6 karlmenn, 6 konur, meðalaldur 51 ár). Tólf sjúklinganna með HÁ samþykktu þátttöku 3 mánuðum eftir áverka og fjórtán 12 mánuðum eftir áverka. Tólf sjúklingar samþykktu þátttöku 3 mánuðum eftir IB og 11 sjúklingar 12 mánuðum eftir IB. Hormónamælingar og örvunarpróf voru framkvæmd. Ef frábending var ekki til staðar var notað insúlínþolpróf, annars voru notuð GHRH-Arginine próf og Synachten próf.
  Niðurstöður: Við mat 3 mánuðum eftir HÁ/IB voru 16,7% (2 af 12) af sjúklingunum með vanstarfsemi heiladinguls eftir HÁ og 33,3% (4 af 12) eftir IB. Endurmat eftir 12 mánuði sýndi fram á vanstarfsemi hjá 21,4% (3 af 14) eftir HÁ og hjá 9,1% (1 af 11) eftir IB. Sex sjúklingar sem greindust með vanstarfsemi við 3 mánuði sýndu bata við endurmatið, 4 þeirra höfðu engin merki um skort og 2 sjúklingar sem höfðu haft röskun á 2 öxlum við 3 mánuði voru með einangraðan hormónaskort við 12 mánuði. Algengasti hormónaskorturinn var kynhormónaskortur við 3 mánuði og vaxtarhormóna- og kynhormónaskortur við 12 mánuði. Samanburður á hormónamælingum við 3 og 12 mánuði leiddi í ljós marktækan mun á kortisól gildi í blóði. Ekki reyndist marktækur munur á BMI, aldri, GCS, GOS, mRS eða QoL milli sjúklinga með og án vanstarfsemi.
  Ályktanir: HÁ og IB geta leitt til vanstarfsemi heiladinguls. Vaxtarhormóna- og kynhormónaskortur reyndust vera algengastu hormónaraskanirnar eftir HÁ/IB. Sjúklingar sem hlotið hafa HÁ eða IB ættu því að gangast undir mat á starfsemi heiladinguls. Slíkt mat ætti í fyrsta lagi að fara fram 12 mánuðum eftir HÁ/IB þar sem hluti þeirra sjúklinga sem greinast með vanstarfsemi ná bata síðar. Hins vegar gæti verið þörf á klínísku mati fyrr þar sem afstaða væri tekin til rannsókna á heiladingulsstarfsemi. Frekari rannsókna er þörf hvað varðar forspárþætti og til að varpa betra ljósi á þróun vanstarfsemi heiladinguls eftir HÁ/IB.

Accepted: 
 • Nov 13, 2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20043


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
AstaDJonasdottirMS.pdf937.7 kBOpenHeildartextiPDFView/Open