is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20049

Titill: 
 • Fangar sem afplána dóm fyrir ofbeldisbrot: Úrræði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að fá innsýn í reynslu einstaklinga sem sitja inni í fangelsi fyrir ofbeldisbrot, einkum ofbeldisbrot í nánum samböndum. Farið er yfir þau úrræði sem samfélagið hefur uppá að bjóða fyrir þann hóp og þau betrunarúrræði sem til staðar eru í íslenskum fangelsum. Kannað er hvernig fangar upplifa þessi úrræði. Litið er til fjölda fanga sem sitja inni fyrir slík brot og endurkomu þeirra inn í fangelsin. Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin voru átta viðtöl við fanga sem sitja inni fyrir ofbeldisbrot.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að ofbeldisfangar telji sig ekki ofbeldishneigða í eðli sínu og telji sig ekki þurfa á úrræðum við ofbeldishneigð að halda. Þrátt fyrir það, myndu flestir viðmælendurnir nýta sér úrræði á meðan afplánun stendur ef þau væru markvissari en þau eru í dag. Niðurstöðurnar benda til að bæta þurfi verulega úrræði innan veggja fangelsa hér á landi.
  Allir viðmælendurnir nema einn höfðu beitt maka eða fyrrverandi maka ofbeldi. Enginn vildi gera mikið úr því ofbeldi og fannst flestum þolandinn hafa til þess unnið.
  Afneitun virðist vera mjög sterk meðal þessa hóps.

Samþykkt: 
 • 19.11.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20049


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fangar sem afplána dóm fyrir ofbeldisbrot - Agnes.pdf809.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skanni_20170215.png457.55 kBLokaðurYfirlýsing?