is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20050

Titill: 
 • Gagnreyndar aðferðir við félagslega ráðgjöf í málefnum aldraðra
 • Titill er á ensku Evidence based practice in gerontological social work
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort gagnreyndum aðferðum sé beitt við félagslega ráðgjöf í málefnum aldraðra á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Þá er sérstaklega átt við hvernig málstjórn er háttað og hvernig félagsráðgjafar sem starfa með öldruðu fólki viðhalda þekkingu sinni. Rannsökuð voru mál aldraðra sem fengu sérstakar húsaleigubætur frá Reykjavíkurborg árið 2013 því sýnt hefur verið fram á að fjárhagsstaða getur gefið vísbendingar um vanda á öðrum sviðum. Beiting gagnreyndra aðferða felur í sér að sameina fagþekkingu félagsráðgjafa, sjónarmið notanda og bestu aðgengilegu rannsóknarniðurstöður á hverjum tíma til að veita bestu mögulegu þjónustu í hverju máli fyrir sig. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur til beitingu gagnreyndra aðferða í velferðarþjónustu og samkvæmt 7. gr. laga um félagsráðgjöf nr. 95/1990 er hverjum félagsráðgjafa skylt að viðhalda þekkingu sinni og tileinka sér nýjungar er varða félagsráðgjöf sem nýtist í starfi.
  Við rannsóknina var notuð blönduð aðferð. Sá hluti hennar sem byggir á megindlegri aðferð er innihaldsgreining á málum aldraðs fólks sem fékk sérstakar húsaleigubætur árið 2013. Velferðarsvið Reykjavíkur veitti aðgang að málaskrá. Þar að auki var notuð eigindleg aðferð sem fól í sér að tekin voru sjö viðtöl; eitt við fræðimann frá Háskóla Íslands og sex við fagaðila í öldrunarþjónustu, einn frá hverri þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar.
  Helstu niðurstöður eru að gagnreyndum aðferðum er ekki beitt við félagslega ráðgjöf í málefnum aldraðra. Unnið er út frá hugmyndafræði málstjórnar í einhverjum tilfellum en ekki öllum. Niðurstöður benda til þess að víða megi auka skráningu í málum aldraðs fólks. Fagfólk í öldrunarþjónustu er jákvætt gagnvart því að viðhalda þekkingu sinni og gerir það eftir bestu getu. Það telur sig skorta tíma og rými til að beita markvisst gagnreyndum aðferðum. Viðmælendur voru sammála um að stofnanaumhverfi þyrfti að vera hvetjandi ef beiting gagnreyndra aðferða við félagslega ráðgjöf í málefnum aldraðra ætti að verða að veruleika.
  Lykilorð: Öldrunarfræði, félagsráðgjöf, öldrunarfélagsráðgjöf, gagnreyndar aðferðir, málstjórn, innihaldsgreining, eigindleg viðtöl.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research is to find out if evidence based practice is used in gerontological social work in Reykjavík city's social centers. Special attention is paid to case work and how gerontological social workers maintain their knowledge. Since poor financial situation often suggests problems in other areas, the focus in this research is on the cases of elderly people who received special housing allowance from Reykjavík city in 2013. Evidence based practice combines the professional knowledge of social workers, the perspective of the users and the best research outcome available at any given time, and thereby seeks to provide the best possible service in each case. The World Health Organization (WHO) encourages the use of evidence based practice in social service. According to article 7 in Icelandic law regarding social service (95/1990), social workers are moreover obliged to maintain and adopt new knowledge and methods that are relevant to their work.
  This research is based on mixed methods approach. The part which was carried out by means of a quantitative method is a content analysis of the cases of elderly people who received special housing allowance in 2013. The data was obtained from the Reykjavík Social Services (Velferðarsvið Reykjavíkur). The qualitative part of the research consists of seven interviews, one with a scholar working at the University of Iceland and six with professionals working in gerontological service, one from each of the six social centers in Reykjavík.
  The main outcome is that evidence based practice is not used in gerontological social work. Some cases, but not all, build on case work ideology. The results furthermore suggest that registration of cases can be improved. Professionals in gerontological social work are generally positive toward maintaining their knowledge and they try to do so. They claim that they lack both time and space to strategically use evidence based practice. The interlocutors agreed that the institutional environment needs to be encouraging if evidence based practice is to be used in social service.
  Keywords: Gerontology, social work, gerontological social work, evidence based practice, case work, content analysis, qualitative interviews.

Samþykkt: 
 • 19.11.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20050


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sirry_Sif_Loka.pdf2.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna