is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20056

Titill: 
  • Hagfræði tölvuleikja : hvaða hagfræði má læra af aðgerðaskiptum tölvuleikjum líkt og Colonization og Civilization
  • Titill er á ensku Economics and computer games : What economics can be learned by playing turn based computer games like Colonization and Civilization ?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir á tölvuleikjum hafa færst í aukanna á undanförnum árum og sýnt fram á gagnsemi tölvuleikja á ýmsum sviðum. Hvernig draga megi lærdóm af tölvuleikjum hefur verið skoðað ítarlega og tilraunir gerðar með aðferðir til kennslu sem byggja nánast einvörðu á tölvuleikjum. Tölvuleikir sem byggja á yfirsýn, skipulagningu og stefnu gefa notendum möguleika á að þjálfa upp hæfileika sem nýtast vel í raunheimum. Leikirnir Colonization og Civilization eru báðir leikir sem taka langan tíma í spilun og byggja á langtíma stefnu, yfirsýn og skipulagningu. Leikirnir eru báðir mjög skemmtilegir og hafa milljónir notenda um allann heim, vegna þessa eru þeir líklegir til að skila af sér þjálfun í ýmsum hæfileikum með spilun. Þar sem báðir leikirnir byggja á því að spilarinn byggji upp og nái tökum eða stjórn í efnahagslegu umhverfi þá kemur hagfræði sterk inn. Með hagfræðilegri hugsun við lausn vandamála og stefnumótunar þá verður auðveldara að komast framar öðrum í leikjunum og að lokum sigra. Spilun leikjanna verður því einskonar þjálfun í notkun á hagfræði sem vel má yfirfæra í raunheima. Hagfræði sem lærð er úr bók skilar skilning á fræðum og aðferðum en með því að spila tölvuleiki og beita hagfræði við lausn vandamála skilar frekar æfingu og þjálfun sem fæst ekki svo auðveldlega annarstaðar. Skemmtanagildið í leiknum verður því gagnvirk þjálfun í því að beita hagfræði í fyrirfram mótaðri stefnu. Þannig verða þeir sem spila markvisst slíka leiki betur undirbúnir til að gera slíkt hið sama á hörðum samkeppnismarkaði í raunheimum.

Samþykkt: 
  • 21.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20056


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fridrik_Thor_Gestsson_BS_2014.pdf628.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna