is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20059

Titill: 
 • Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Ástæða skerðingar grunnfjárhæðar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða framkvæmd fjárhagsaðstoðar til framfærslu hjá íslenskum sveitarfélögum. Með rannsókninni var leitast við að svara því hve stór hluti viðtakenda fjárhagsaðstoðar fær skerta eða lægri aðstoð en tilgreinda grunnupphæð í reglum viðkomandi sveitarfélags um fjárhagsaðstoð. Einnig var markmiðið að kanna ástæður fyrir slíkum skerðingum og lækkunum sem og sjá hvort munur sé á milli sveitarfélaga að þessu leyti. Rannsóknin, sem var megindleg, byggði á innihaldsgreiningu fyrirliggjandi gagna hjá fjórum sveitarfélögum, Akranesi, Árborg, Hafnarfirði og Kópavogi, sem valin voru með kvótaúrtaki. Greind voru gögn úr skráningarkerfum viðkomandi sveitarfélaga frá tveimur tímabilum, apríl 2009 og apríl 2014. Skoðaðar voru upplýsingar í málum viðtakenda fjárhagsaðstoðar á tilgreindum tímabilum og kóðun framkvæmd þar sem grunnfjárhæð var skert af öðrum ástæðum en þeim að greitt var á móti tekjum viðkomandi einstaklings.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hlutfall viðtakenda fjárhagsaðstoðar þar sem grunnfjárhæð er skert sé töluvert, og mun hærra árið 2014 en árið 2009. Sveitarfélög veita mismunandi rétt til fjárhagsaðstoðar eftir búsetuaðstæðum einstaklinga en samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er helsta ástæða lægri fjárhagsaðstoðar tengd búsetu umsækjenda. Þannig fá þeir sem búa með öðrum eða í leiguhúsnæði án þinglýsts leigusamnings lægri aðstoð en þeir sem búa í eigin húsnæði eða eru með þinglýstan húsaleigusamning. Þá er helsta ástæða skerðingar á fjárhagsaðstoð sú að umsækjandi hefur verið settur á bið hjá Vinnumálastofnun og missir bótarétt þar tímabundið, til dæmis sökum þess að hann hefur hafnað virkniúrræði eða starfi. Einnig benda niðurstöður rannsóknarinnar til að karlmenn og einstaklingar yngri en 36 ára séu þeir hópar sem algengast er að fái skerta fjárhagsaðstoð. Niðurstöður gefa jafnframt til kynna að sveitarfélög hér á landi séu með misjafnar áherslur þegar kemur að upphæðum skerðinga.

  Lykilorð: Fjárhagsaðstoð, sveitarfélög, framfærsla, virk velferðarstefna.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this study was to explore the implementation of financial assistance between municipalities in Iceland. The study sought to answer the question of what proportion of recipients of financial assistance receives reduced or impaired assistance from the basic amount stated of the relevant local regulations for financial assistance. The study reveals the reasons for the reduced or impaired assistance as well as shedding a light on the difference in this respect between municipalities. The study is a quantitative research, based on content analysis of existing data from four municipalities: Akranes, Árborg, Hafnarfjörður and Kópavogur, wich were selected by quota sample. Data were analyzed from two periods, April 2009 and April 2014, with a special coding sheet. All recipients of financial assistance over this period were examined and those who received impaired assistance from the full basic amount, for reasons other than that they received compensation against low income, were coded.
  The findings indicate that the proportion of financial assistance recipients who receive impaired assistance is considerably higher in 2014 than in 2009. The right to financial assistance based on housing arrangement is different between municipalities but the study indicates that housing arrangement is the most common reason for reduced financial assistance. In that way, recipients that share accommodation with others or do not have a registered lease agreement, receive less assistance than those living in their own accommodation or hold a lease agreement. The study reveals that the most common reason for impaired assistance is when one has temporarily lost his right for unemployment benefits from the Government, caused by turning down a job offer or planned activity programs. The study suggests that the largest group of impaired financial assistance recipients is men and persons under 36 years of age. Finally, it also implies that there is a noticeable difference between the municipalities regarding how much they impair the basic financial assistance amount.
  Keywords: Financial assistance, municipality, subsistence, active social policies.

Samþykkt: 
 • 21.11.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20059


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Svala Gísladóttir-ny.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna