is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20063

Titill: 
  • Staða og kjör einstæðra mæðra í háskólanámi eftir efnahagshrunið árið 2008
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari eigindlegu rannsókn er að fá innsýn í líf einstæðra mæðra í námi við Háskóla Íslands árið 2014 og upplifun þeirra af því að samræma nám og einkalíf. Í því augnamiði voru tekin hálfstöðluð viðtöl við átta slíkar mæður sem búa með barni/börnunum sínum. Rannsóknarspurningunum var ætlað að draga fram reynslu þeirra og upplifun af þeim stuðningi sem þeim stendur til boða á meðan á námi stendur og fá fram viðhorf þeirra til þess hvort bankahrunið hafi haft áhrif á lífsgæði þeirra.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að flestar einstæðar mæður í þessum sporum njóti góðs formlegs og óformlegs stuðnings, þ.e. séu með gott stuðningsnet að baki sér. Þær eru í góðum samskiptum og tengslum við fjölskyldu sína, vini og venslamenn sem styðja þær bæði á ánægjustundum í lífinu og ekki síður þegar eitthvað bjátar á. Flestar mæðurnar hafa nýtt sér þann stuðning sem ríkið og sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Jafnframt hafa flestallar þeirra verið með framfærslulán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Í rannsókninni voru viðmælendur kallaðir meðrannsakendur. Afstaða meðrannsakenda til efnahagshrunsins var neikvæð. Þeir töldu sig þó ekki hafa fundið fyrir miklum breytingum eftir hrun, þó svo að þeir tækju eftir breytingum á verði matvöru og eldsneytis, svo dæmi séu tekin. Allar mæðurnar voru bjartsýnar á framtíðina og töldu að breytingar yrðu til batnaðar í lífi þeirra þegar náminu lyki.
    Hægt er að nýta niðurstöðurnar við áframhaldandi rannsóknir á aðstæðum einstæðra foreldra í háskólanámi og fara skrefinu lengra með því að opna fyrir frekari umræður um málefni einforeldra í námi.

Samþykkt: 
  • 24.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20063


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Staða og kjör einstæðra mæðra í háskólanámi eftir efnahagshrunið árið 2008.pdf784.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna