is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20064

Titill: 
 • Áhrif tíðra flutninga á börn og ungmenni
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á áhrif tíðra flutninga á börn og ungmenni á Íslandi. Rannsóknin var unnin með fyrirliggjandi gögnum úr könnuninni Ungt fólk 2012 sem framkvæmd var af Rannsóknum og greiningu. Könnunin var lögð fyrir alla nemendur á landinu í 8., 9., og 10. bekk í febrúar 2012. Heildarsvarhlutfall var 11.222 gild svör eða 86% af þýðinu. Þessi rannsókn var unnin úr úrtaki heildargagna könnunarinnar Ungt fólk 2012 og var úrtaksstærð 2.066 einstaklingar eða 18,4% af heildarfjölda svarenda.
  Rannsóknin var unnin með megindlegri rannsóknaraðferð þar sem skoðuð voru gögn um fjölda flutninga ungmenna í 8.-10. bekk á Íslandi. Skoðaður var fjöldi þátttakenda sem hafði flutt einu sinni til tvisvar og þrisvar eða oftar og var samband tíðra flutninga á líðan, hegðunarvanda og tengsl við vini og foreldra metið. Þá voru einnig bakgrunnsbreytur notaðar til að skoða hvort munur væri á milli kynja og hvort búsetuform og/eða efnahagsstaða fjölskyldu hefðu áhrif.
  Niðurstöður rannsóknar sýna að tíðir flutningar barna og ungmenna á Íslanda hafa áhrif á líðan, hegðunarvanda og tengsl þeirra við foreldra sína. Aftur á móti virðast aðrir þættir hafa neikvæð áhrif og má þar helst nefna efnhagsstöðu fjölskyldu. Því er mikilvægt að skoða áhrif flutninga í tengslum við aðra þætti í félagslegu umhverfinu sem hafa áhrif á líðan og velferð barna og ungmenna. Ekki fundust áhrif tíðra flutninga á tengsl við vini. Niðurstöður sýna fram á mikilvægi þess að standa vörð um velferð fjölskyldna á Íslandi, sérstaklega fjölskyldna sem eru í fjárhagsvanda og upplifa óöryggi í húsnæðismálum. Þá er einnig þörf á frekari rannsóknum á áhrifum flutninga á börn og ungmenni.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study is to examine the impact frequent residential moves has on children and adolescents in Iceland. The study is based on avalible data from the survey Young People (Ungt fólk) 2012 conducted by Icelandic Centre for Social Research and Analysis (ICSRA). The survey was submitted to all students in Iceland in the 8th, 9th and 10th grade in Febuary 2012 and the overall response rate was 86%. The study presented here was derived from a random sample of the data from Young People 2012. The sample size was 2,066 individuals, or rather 18.4% of the population.
  Quantitative research methods were applied as data on the number of times youths in grades 8-10 moved home grade was examined. The number of participants who moved either once or twice, or three or more times were analysed and correlated with three other factors; emotional difficulties, behavioural problems and relationships with friends and parents. Background variables were also used to examine gender differences and whether family dynamics and/or economic status of the family had an influence.
  The results show children and adolecents in Iceland who move often (three times or more) are more likely to have emotional difficulties and behavioural problems and that it negatively affects their relationship with their parents. However, other factors seem to be having a negative effect, such as the economic status of the family. Therefore, it is important to study the impact moving home has on children and youth‘s health and well-being in relation to other aspects of their social environment. There was no correlation between moving often and the children or youth‘s relationships with their friends. Results demonstrate the importance of safeguarding the welfare of families in Iceland, especially families who are experiencing financial difficulties and housing insecurity. There is also a need for further study on the impact that moving often has on children and adolescents.

Samþykkt: 
 • 24.11.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20064


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ísabella Theodórsdóttir MA.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna