is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20065

Titill: 
  • Sjálfræði nemenda í tungumálanámi í ljósi grunnþátta og lykilhæfni í Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011
  • Titill er á ensku Language Learner Autonomy in the Light of Fundamental Pillars of Education and Key Competences in the Icelandic National Curriculum Guide for Upper Secondary Schools 2011
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er leitast við að fjalla um fræðilegan bakgrunn sjálfræðis í tungumálanámi og skoða kenningar og rannsóknir sem varpað geta ljósi á það frá mismunandi hliðum. Með hliðsjón af þeirri umfjöllun er orðræðugreiningu beitt til þess að meta hvernig sjálfræði fellur að texta Aðalnámskrár framhaldsskóla 2011. Sjálfræði nemenda í námi er hugtak sem tengst hefur sérstaklega tungumálakennslu síðan byrjað var að nota hugtakið í umfjöllun Evrópuráðsins um tungumál og kennslu þeirra fyrir rúmum 30 árum. Fullt sjálfræði felur í sér að nemendur öðlist sjálfir getu til að stjórna námi sínu og taka ákvarðanir um það. Vald yfir námi nemenda og ábyrgð á því færist þannig að hluta til frá kennurum til nemenda, án þess að kennarar afsali sér faglegri ábyrgð á námsferlinu. Sjá má vaxandi fræðilegan áhuga á sjálfræði á undanförnum árum þó víðtæk innleiðing þess í tungumálanámi virðist mæta ýmsum hindrunum. Sjálfræði nemenda krefst róttækra breytinga á hlutverkum nemenda og kennara og þó færa megi fræðileg rök fyrir jákvæðum áhrifum sjálfræðis á nám nemenda, áhugahvöt þeirra, getu til að móta sjálfsmynd sína og bregðast við síbreytilegum kröfum nútímasamfélags, getur óvissa sem fylgir svo róttækum breytingum staðið innleiðingu þeirra fyrir þrifum. Einnig getur reynst erfitt að láta raunverulegt vald nemenda yfir innihaldi og framkvæmd náms ríma við ytri kröfur eins og námskrá. Í ritgerðinni er sérstaklega horft til hinna sex grunnþátta námskrárinnar frá 2011, ásamt samsvarandi lykilhæfni. Út frá niðurstöðum orðræðugreiningarinnar er reifuð sú ályktun höfundar að sjálfræði geti verið leið tungumálagreinanna til að mæta kröfum um að grunnþættirnir liggi öllu skólastarfi til grundvallar.

Samþykkt: 
  • 24.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20065


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
selma hauksdottir.pdf689,01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna