is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20073

Titill: 
  • Klínísk meðferðarvinna á Íslandi. Hjónabands- og fjölskylduráðgjöf
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangefni þessarar ritgerðar er klínísk meðferðarvinna með áherslu á hjónabands- og fjölskylduráðgjöf. Markmið verkefnisins er að afla vitneskju um menntun og reynslu þeirra sem vinna klínísk meðferðarstörf hérlendis, hver sé afstaða þeirra til menntunar og þjálfunar og hvaða meðferðarnálgun íslenskir meðferðaraðilar beita í starfi sínu. Einnig eru handleiðslumál íslenskra meðferðaraðili kortlögð ásamt viðhorfi þeirra til opinbers eftirlits með sjálfstætt starfandi meðferðaraðilum. Til viðmiðunar er staða þessara mála skoðuð í Bandaríkjunum og Bretlandi. Sex faghópar svöruðu spurningarlistakönnun og niðurstöður eru kynntar með lýsandi tölfræði. Helstu niðurstöður eru að menntunarstig íslenskra meðferðaraðila virðist sambærilegt við það sem þekkist í Bandaríkjunum og Bretlandi en klínísk reynsla er hins vegar umtalsvert minni hér á landi en í viðmiðunarlöndunum. Almennt eru íslenskir meðferðaraðilar sáttir við menntun sína og klíníska reynslu. Þeir telja handleiðslu mikilvæga en sækja sér þó ekki reglulega handleiðslu nema í helmingi tilfella. Yfirgnæfandi meirihluti íslenskra meðferðaraðilar eru þeirrar skoðunnar að eftirlit með sjálfstætt starfandi meðferðaraðilum sé ófullnægjandi.

    Lykilorð: klínísk meðferð, hjónabands- og fjölskylduráðgjöf, handleiðsla, félagsráðgjöf, starfsréttindi, eftirlit.

Samþykkt: 
  • 24.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20073


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Theodor Francis MA ritgerð - Klínísk meðferð á Íslandi.pdf1.73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna