is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20074

Titill: 
  • Aðstæður aldraðra sem fengu synjun á færni- og heilsumati fyrir búsetu á dvalar- og hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu árið 2013
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna aðstæður aldraðra sem fengu synjun á færni- og heilsumati á höfuðborgarsvæðinu árið 2013. Einnig að kanna ástæður synjana, hverjir þjónustuaðilar þeirra voru og hver þjónustuþörf þeirra var. Til að aldraðir fái samþykkt mat frá Færni- og heilsumatsnefnd fyrir búsetu á dvalar- og hjúkrunarheimilum þurfa öll félagsleg og heilsufarsleg úrræði sem stuðla að því að aldraðir geti búið í heimahúsi að vera fullreynd. Notuð var megindleg aðferð og greind voru fyrirliggjandi gögn. Kannaðar voru ástæður synjana hjá 189 einstaklingum. Úrtak var tekið úr þessum hópi 67 ára og eldri og hjá þeim var kannað nánar þjónusta og úrræði sem Færni- og heilsumatsnefnd mælti með, heimilisaðstæður, þjónustuþörf og þjónustuaðilar þeirra.
    Ástæður synjana voru vegna þess að félagsleg og heilsufarsleg úrræði voru ekki fullreynd. Meðal annars hafði einn þriðji hluti hópsins enga heimaþjónustu. Einnig kom fram að þung byrði var lögð á aðstandendur. Tveimur þriðja hluta hópsins leið ekki vel andlega og aðeins einn þeirra var með félagslegan stuðning frá heimaþjónustu. Þær ályktanir sem hægt er að draga af niðurstöðum eru þær að leggja þarf meiri áherslu á upplýsingar og faglega ráðgjöf til aldraðra og aðstandenda þeirra. Huga þarf meira að þjónustu sem kemur í veg fyrir einmanaleika og félagslega einangrun. Til að koma í veg fyrir álag á aðstandendur í umönnun ættingja er nauðsynlegt að þeir fái stuðning frá hinu opinbera. Sveigjanleiki og samspil þarf að vera á milli aðstandenda og heimaþjónustu.
    Lykilorð: Aldraðir, að eldast heima, færni og heilsumat, þjónustuþörf, heilbrigðis- og félagsþjónusta, formleg þjónusta, óformleg þjónusta.

Samþykkt: 
  • 24.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20074


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudbjorg_Gardarsdottir_MA-ritgerd.pdf712.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna