is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20075

Titill: 
 • Afleiðingar kynferðisofbeldis; Alvarleiki, tengsl við geranda, tímalengd, tíðni, aldur og kyn þolenda
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvort alvarleiki kynferðisofbeldis, tengsl við geranda, tímalengd ofbeldis og aldur þolenda þegar ofbeldið átti sér stað hefði áhrif á þær afleiðingar sem þolendur glímdu við. Einnig að kanna hvort kynin upplifðu ólíkar afleiðingar af kynferðisofbeldi. Rannsóknin var megindleg og var notast við lýsandi tölfræði á fyrirliggjandi gögnum við framkvæmd hennar. Gögn úr komuskýrslum Stígamóta frá árunum 2011 til 2013 voru notuð og unnið var úr þeim í tölfræðiforritinu SPSS.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að hlutfall þeirra sem orðið höfðu fyrir grófu kynferðisofbeldi og í kjölfar þess upplifað a) kvíða, b) ótta, c) reiði, d) skömm, e) depurð, f) sektarkennd og g) lélega sjálfsmynd var hærra en hlutfall þeirra sem höfðu orðið fyrir vægara kynferðisofbeldi. Algengara var að þeir þolendur kynferðisofbeldis sem þekktu geranda sinn upplifðu sálrænar afleiðingar ofbeldisins en þeir sem urðu fyrir kynferðisofbeldi af hendi ókunnugra. Hærra hlutfall þolenda sem varð fyrir kynferðisofbeldi í lengri tíma glímdi við afleiðingar en þolendur sem urðu fyrir ofbeldi í styttri tíma og þolendur sem voru yngri en 18 ára þegar kynferðisofbeldið hófst greindu oftar frá erfiðleikum í tengslum sínum við maka og/eða vini og sjálfsvígshugleiðingum heldur en þeir sem voru eldri þegar ofbeldið byrjaði.
  Lykilorð: Kynferðisofbeldi, kynferðisleg misnotkun, sifjaspell, nauðgun, afleiðingar kynferðisofbeldis, Stígamót.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this study was to examine whether the severity of sexual violence, relationship with the perpetrator, duration of violence and age of victims when the violence occurred had an impact on the consequences the victims experienced. Also, to see whether the sexes experience different consequences following sexual violence. The study was quantitative and were descriptive statistics on available data used for its implementation. Data from reports from Stígamót from the years 2011 to 2013 were analysed with the statistical program SPSS.
  The main findings of the study were: a higher proportion of those who had undergone severe sexual violence experienced a) anxiety, b) fear, c) anger, d) shame, e) sadness, f) guilt, and g) low self-esteem than victims of milder sexual violence. The study also showed that a higher proportion of victims, who knew the perpetrator personally, experienced consequences than that of victims that did not know their perpetrator. Results also showed that a higher proportion of victims who experienced sexual violence for a long time dealt with consequences than victims who experienced violence for a shorter time. And lastly, victims that were under 18 years old when the sexual violence began experienced more often difficulties connecting with spouse and/or friends and had suicidal thoughts than those who were older when the violence began.
  Key words: Sexual violence, sexual abuse, incest, rape, consequences, Stígamót.

Samþykkt: 
 • 24.11.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Særún Ómarsdóttir-endanlegt-skjal.pdf4.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna