is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20077

Titill: 
 • Félagsleg staða karlkyns fanga á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða félagslega stöðu karlkyns fanga á Íslandi og hvaða áhrif uppeldisaðstæður hefðu á félagslega stöðu þeirra. Rannsóknin var framkvæmd með megindlegri rannsóknaraðferð með þeim hætti að skoðaðar voru innkomuskýrslur 455 karlkyns fanga sem hófu afplánun frá því í janúar 2009 til október 2013. Innkomuskýrslur er spurningalisti sem lagður er fyrir alla fanga við upphaf afplánunar en þeir hafa svo um val hvort þeir svari.
  Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að félagsleg staða fanga er umtalsvert verri en gengur og gerist meðal annarra íbúa samfélagsins. Áhrif slæmrar félagslegrar stöðu birtast meðal annars í því að einstaklingurinn upplifir takmarkaða möguleika til þess að breyta lífi sínu til betri vegar sem veldur því að hann festist í neikvæðri hringrás afbrotahegðunar. Stór hluti fanga glímir við flókinn sálfélagslegan vanda sem hefur áhrif á félagslega stöðu hans og lífsgæði. Orsakir þess má í mörgum tilfellum rekja til slæmra uppeldisaðstæðna og erfiðleika í uppvexti og eru uppeldisaðstæður einn af stærstu áhrifaþáttum varðandi félagslega stöðu fanga. Stór hluti fanga ólst upp við óreglu og margþættan félagslegan vanda sem var til kominn vegna vímuefnaneyslu foreldra, rofinna fjölskyldubanda og óstöðugs heimilishalds. Áhrif þessara aðstæðna birtast meðal annars í því að þeir búa við verri andlega og líkamlega heilsu, stór hluti þeirra á við áfengis- og vímuefnavanda að stríða, þeir hafa minni menntun og gengur flestum illa að fóta sig á vinnumarkaði.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this study was to research the social status of male prisoners in Iceland and how their upbringing might reflect their social status. The study was conducted by using quantitative research methods in which arrival reports of 455 male prisoners who began serving their sentences from January 2009 until October 2013 were examined. An arrival report is a questionnaire presented to all prisoners when they start serving their sentences. Answering the questionnaire is optional.
  The results of this study was that the social status of prisoners is far worse than that of other members of the society. The effects of a poor social status is, among other things, reflected in that the individual experiences limited possibilities to change his life for the better. As a result he is caught in a negative cycle of criminal behavior. A large number of prisoners struggle with complex psychosocial problems that affect their social status and quality of life. The reason for this can often be traced to a poor upbringing environment and difficulties when growing up, but upbringing environment is one of the largest influential factors when it comes to the social status of prisoners. A large number of prisoners grew up in close proximity to a dissolute lifestyle and multiple social problems risen from parental drug abuse, ruptured family ties and unstable households. The effects from these conditions can be seen, among other things, in worse mental and physical health. A large number of them suffer from alcohol- and drug problems, they are less educated and most of them do not fare well on the job market.

Samþykkt: 
 • 24.11.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20077


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Björgvin Heiðarr Björgvinsson.pdf688.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna