is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20078

Titill: 
 • Hugmyndafræði að baki vímuefnameðferð ungmenna. Eru notaðar gagnreyndar aðferðir?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni rannsóknarinnar er vímuefnaneysla ungmenna. Markmiðið var að kanna sýn stjórnenda sem standa að meðferðarúrræðum og þá hugmyndafræði sem liggur að baki. Varpað er ljósi á gagnreyndar aðferðir sem tengjast málaflokknum og skoðað hvort slíkum aðferðum væri beitt við val og framkvæmd úrræða. Gagnreyndar aðferðir innihalda bestu niðurstöður á hverjum tíma og eru forsenda þess að veitt sé rétt meðferð út frá greiningu. Að lokum er kannað hver úrræðin eru. Notuð var eigindlegri aðferð þar sem tekin voru viðtöl við fjóra lykilaðila. Notað var markmiðsúrtak og valdir einstaklingar sem eru í forsvari hjá stofnunum og samtökum sem hafa yfirumsjón með og taka ákvarðanir um íhlutun fyrir ungmenni í vímuefnavanda.
  Niðurstöður sýna að viðmælendur höfðu ólíka sýn á vandann. Flestir töldu hann fyrst og fremst vímuefnavanda sem þyrfti að meðhöndla sem slíkan. Einnig kom fram það sjónarmið að fyrst og fremst væri um að ræða hegðunarvanda og vímuefnaneysla væri eitt birtingaform hans. Viðmælendur voru allir á sama máli um að brýn þörf væri á afeitrunarúrræði sem sniðið væri að þörfum ungmenna. Þá kom fram að sértæka eftirmeðferð fyrir ungmenni með vímuefnavanda skorti, þar sem tekið væri tillit til aldurs og þroska auk margbreytilegra þarfa einstaklinganna. Niðurstöður sýna þess utan að brýn þörf er á heildarstefnu og skýrum verklagsreglum sem byggðar eru á gagnreyndri þekkingu.
  Lykiorð: Ungmenni, vímuefnavandi, gagnreyndar aðferðir, meðferðarúrræði.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this study is drug abuse in adolescents. The goal was to explore the administrators vision that run the rehab programs and the ideology behind those programs. Furthermore to learn if evidence based methods have been used during the process of selecting the best choice from the treatment options available to them. Evidence based methods consistently provide the best result and the main premise for choosing the right treatment from the diagnosis. Available programs were explored. A qualitative method was used to gather information through interviews with four persons. An objective sample was used and individuals who have authority in organizations and institutions were chosen. These individuals are responsible for making decisions, supervising and intervening with the youths drug problem.
  The results show that the individuals who were interviewed had different perspectives on the problem. Most considered it to be a drug problem and it should be dealt with in such manner. Some however, considered it to be a behavioral issue and that drug abuse is one if its manifestations. The individuals interviewed all agreed that there is a necessity for a detox option, which is specifically engineered to adolescents. It was also noted that a specific post treatment for youths with drug problems is needed, in relation to their maturity and needs. The results show that there is an urgent need for a clear policy and guidelines, which are based on evidence based practice and best knowledge available.
  Keywords: Adolescents, drug abuse, evidence based methods, treatment.

Samþykkt: 
 • 24.11.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20078


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elísabet Bjarnadóttir-nytt.pdf921.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna