is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26824

Titill: 
  • Er mismunur á starfsánægju eftir þjóðerni starfsfólks? : Könnun meðal starfsmanna Fiskvinnslunnar Íslandssögu
  • Titill er á ensku Does job satisfaction differ between staff of multiple nationality?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það er mikilvægt fyrir stjórnendur að starfsmenn sýni áhuga og dugnað í starfi. Einn af mikilvægustu þáttum í starfsumhverfi fyrirtækja er starfsánægja. Með góðri starfsánægju nær fyrirtækið fram meiri framleiðni hjá starfsfólki sínu og þar af leiðandi er ákjósanlegast að samskipti starfsmanna og stjórnenda séu með besta móti til að öllum líði sem best. Hjá Fiskvinnslunni Íslandssögu hf. eru flestir starfsmenn af erlendu bergi brotnir og þeir koma frá ólíkum löndum. Þörfin á skýrum og góðum samskiptum er því mikilvæg eigi allir að hafa jafna möguleika á því að sinna sínu starfi eins og best verður á kosið, svo ekki sé minnst á að framleiðnin verði sem mest.
    Markmið þessa verkefnis var að greina starfsánægju meðal starfsmanna fyrrnefndrar fiskvinnslu og ætlar höfundur að kanna hvort mismunur sé á starfsánægju eftir þjóðerni starfsmanna.
    Ritgerðin er byggð á megindlegri aðferðafræði í formi spurningakönnunar. Hún var lögð fyrir alla starfsmenn nema höfund ritgerðarinnar, sem jafnframt er starfsmaður fyrirtækisins. Einnig er unnið með fræðilegt efni sem tengist umfjöllunarefninu, farið yfir skilgreiningar á starfsánægju og þeim þáttum sem tengjast henni og skoðaðar verða rannsóknir og kannanir sem hafa verið gerðar í tengslum við innflytjendur.
    Niðurstöður spurningakönnunarinnar leiddu í ljós að mismunur er á starfsánægju eftir þjóðerni. Miðað við niðurstöðurnar er meiri starfsánægja meðal Íslendinga, Filippseyinga og Taílendinga en minni ánægja meðal Pólverja. Niðurstöður gefa einnig til kynna að starfsfólk sé mjög opið fyrir breytingum til að bæta starfsánægju á vinnustaðnum.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    It is important for managers, that employees show interest and diligence in their work. Therefor one of the most important aspects of the business operating environment, is job satisfaction. With good job satisfaction companies have higher productivity of their employees and therefor it is preferred that relationships between staff and management is at its best. In Fiskvinnslan Íslandssaga hf. most employees are of foreign origin. Therefor the need for clear and good communication is important if all employees are to have equal opportunity to conduct their job with the best possible outcome not to mention to be able to maximize their productivity.
    The goal of this project was to identify job satisfaction among employees of Fiskvinnslan Íslandssaga hf. and author also intends to explore whether there are any differences between job satisfaction by ethnic of the employees.
    This paper is based on a quantitative methodology in the form of a question survey. It was carried out for all employees except the author of the thesis, which is also a company employee. In this thesis the author also uses theoretical material related to the topics, reviewed the definition of job satisfaction and the factors related and examined its research and surveys that have been made in connection with immigrants.
    Results of the survey questions revealed the differences in job satisfaction by ethnicity. Based on the results, there is a greater job satisfaction among Icelanders, Filipinos and Thais but less satisfaction among Poles. Results also indicate that employees are very open to changes to improve job satisfaction in the workplace.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð í tvö ár frá útgáfu vegna trúnaðarupplýsinga.
Samþykkt: 
  • 13.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26824


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TaraOdinsdottir_BS_lokaverk..pdf5.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf442.82 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Tara_Odinsdottir.pdf119.93 kBLokaðurFylgiskjölPDF