is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20083

Titill: 
 • „Ég held hún gæti verið betri.“ Samvinna barnaverndaryfirvalda og ungbarnaverndar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í samskipti milli stofnana sem báðar hafa með velferð barna að gera. Í fyrsta lagi var sjónum beint að viðhorfi starfsmanna barnaverndaryfirvalda og ungbarnaverndar til gagnkvæms samstarfs. Í öðru lagi að fá innsýn í samskipti á milli þessara stofnana í tengslum við mál sem ungbarnaeftirlitið tilkynnir til barnaverndaryfirvalda. Þá var markmiðið að skoða hvort einhverjar hindranir væru í vegi fyrir samstarfinu og hvaða leiðir starfsfólk telur að hægt sé að fara til að bæta samskiptin enn frekar. Rannsóknin var unnin með blandaðri aðferð. Stuðst var við eigindleg viðtöl og innihaldsgreiningu fyrirliggjandi gagna. Viðmælendur voru 6 talsins, þrír barnaverndarstarfsmenn, einn félagsráðgjafi á heilsugæslu og tveir hjúkrunarfræðingar í ungbarnavernd á heilsugæslu. Innihaldsgreining gagna fór fram hjá Barnavernd Reykjavíkur á tilkynningum sem höfðu borist til þeirra frá ungbarnavernd árið 2013 fyrir börn á aldrinum 0-5 ára. Niðurstöður rannsóknar sýndu að samvinna milli barnaverndaryfirvalda og ungbarnaverndar er lítil. Samvinnan fólst aðallega í því að ungbarnaverndin veitir upplýsingar til barnaverndaryfirvalda þegar leitast var eftir upplýsingum varðandi könnun máls. Að mati viðmælenda var talin þörf á aukinni samvinnu milli barnaverndaryfirvalda og ungbarnaverndar. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að fáar tilkynningar hafa borist frá ungbarnavernd til barnaverndaryfirvalda.
  Lykilorð: Barnaverndaryfirvöld, ungbarnavernd, samvinna, misbrestur í uppeldi og aðbúnaði.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this research was to gain an insight into the communication between two governmental bodies that both deal with the welfare of children. Firstly, the attitude of staff at Child Protective Services and that of Health Visitors was scrutinised with regards to mutual collaboration Secondly, in order to gain insight into communication between these organisations with relation to child protection issues as reported by Health Visitors to Child Protective Services. There, the goal was to investigate if there were any hindrances to collaboration and what, if any, ways staff saw to improve communication even further. This research was done using a Mixed Methods Design; including some qualitative interviews as well as content analysis. Interviewees were six in total, three staff at Child Protective Services, one social worker at a local health clinic and two nurses based at a local health clinic as Health Visitors. Content analysis was also conducted on reports received at the Reykjavik Child Protective Services from Health Visitors in 2013, for children aged 0-5 years. The conclusion of this analysis was that collaboration between Child Protective Services and Health Visitors is minimal and mainly consisted of Health Visitors providing information to Child Protective Services when requested in the process of an investigation. Interviewees felt that increased collaboration was required between Child Protective Services and Health Visitors. It was also found that few reports were received from Health Visitors at Child Protective Services.
  Key Words: Child Protective Services, Health Visitors, collaboration, child maltreatment.

Samþykkt: 
 • 24.11.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20083


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólafía Helgadóttir.pdf798.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna