is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20085

Titill: 
 • „Samvinna er það sem mér finnst vænt um í stjórnun skólans okkar” : millistjórnendur í framhaldsskólum og mikilvægir þættir í starfi þeirra
 • Titill er á ensku Important factors and roles of middle managers job in secondary schools
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmiðið með rannsókninni var að fá fram sýn á starf millistjórnenda í framhaldsskólum. Höfundur kannaði hvað felst í hlutverki þeirra, hvort millistjórnendur viðhafi kennslufræðilega forystu eða dreifða forystu, hvað hefur áhrif á starfsánægju þeirra og hvaða þætti þeir töldu mikilvæga í starfi sínu og vinnuumhverfi. Tilgangur rannsóknarinnar var einnig að auka þekkingu á störfum millistjórnenda í framhaldsskólum.
  Með rannsókninni var leitað svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvað telja millistjórnendur í framhaldsskólum að felist í hlutverki þeirra? Hverjar eru forystuáherslur þeirra og hvernig skilgreina þeir vald sitt og ábyrgð? Í hverju felst starfsánægja þeirra og hvaða þætti í starfsumhverfinu telja þeir mikilvæga?
  Við rannsóknina var ákveðið að nota eigindlega aðferð. Gagna var aflað með viðtölum við sex millistjórnendur, sem störfuðu við mismunandi framhaldsskóla í Reykjavík og nágrenni. Þátttakendur voru valdir með þægindaúrtaki og vilja til að taka þátt í rannsókninni.
  Helstu niðurstöður voru að millistjórnendur töldu að störf þeirra feli í sér mikla ábyrgð og að starfslýsing þeirra nái ekki yfir þau störf sem þeir gegna. Allir viðmælendur töldu að ábyrgð, vald og traust sem fylgir starfi þeirra vera mikilvæga þætti til að auka starfsánægju og vellíðan í starfi. Það var athyglisvert að komast að því, að starf millistjórnenda, forystuhlutverk og vald, sem þeir hafa var mjög mismunandi eftir framhaldsskólum, en það tengdist að einhverju leyti stærð skólanna, hefðum og menningu. Millistjórnendur voru mjög ánægðir í starfi, þrátt fyrir mikið vinnuálag. Starf millistjórnenda einkenndist af samvinnu, teymisvinnu, trausti og virðingu fyrir stjórnendum í skólunum, millistjórnendum og kennurum á hverjum vinnustað.
  Það má því álykta að þrátt fyrir mikla vinnu, mikið vinnuálag, fjölbreytilegt starfssvið og ábyrgð eru millistjórnendur ánægðir í starfi, enda kom í ljós í rannsókninni að starfsmannavelta í framhaldsskólum er mjög lítil.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this study was to get a perspective of the role of middle managers in secondary schools, for instance what their job involves, whether middle managers have a pedagogical leadership or a dispersed leadership, what influences their job satisfaction and what aspects they find important in their job and their work environment. The purpose of this research was also to increase knowledge of middle managers in secondary schools.
  In this research the following questions were asked: What do middle managers in secondary schools consider to be their function? What are their leadership focus areas and how do they define their authority and responsibility? What contributes to their job satisfaction and what aspects in their environment do they find important?
  Qualitative methods were used in performing the study. Data was collected by interviewing six middle managers that work in different secondary schools in Reykjavik or the area around Reykjavik. Participants were asked to answer half-open questions. Participants were chosen according to convenience sampling and their readiness to take part in the study.
  The principal findings were, that overall middle managers feel they have a great deal of responsibility in their job and that their job includes considerably more than their job description states. All interviewees consider that the responsibility, authority and trust that their job involves are an important aspect of increasing their job satisfaction and sense of well being. It is also notable that middle managers’ jobs and their leadership and authority differ greatly between secondary schools, partly due to the schools’ sizes, traditions and culture. Finally it appears that middle managers are extremely satisfied with their job in spite of extensive workload. Middle managers’ job appears to be characterized by cooperation, teamwork, trust and respect between the school administrators, the middle managers and the teachers in each school.
  It can be concluded that despite extensive work, considerable stress, varied fields of work and responsibility, middle managers are satisfied in their work and the study showed that personnel turnover in secondary schools is very low.

Samþykkt: 
 • 24.11.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20085


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak M.Ed ÞR 2014.pdf894.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna