Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/20086
Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á gildi skapandi handverks fyrir aukin lífsgæði einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og hve mikilvægt það er að hafa stuðning fagaðila í handverkinu. Markmið rannsóknarinnar er að kynnast upplifun og viðhorfum þessara einstaklinga til handverksins. Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð og var gagna aflað með sex hálfopnum viðtölum við sjö einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og fagaðila. Rannsóknarspurningin er: Hvernig upplifir einstaklingur í veikindaferli eða bataferli að vinna að skapandi handverki með stuðningi?
Þátttakendur voru markvisst valdir til þess að fá svör við rannsóknarspurningunni og er því notast við blöndu af snjóboltaúrtaki, markmiðsúrtaki og hentugleikaúrtaki. Við gagnagreiningu var unnið í anda grundaðrar kenningar. Gagnagreining leiddi í ljós samhljóm sem lagði grunninn að fimm aðalþemum sem eru: að listsköpun og skapandi handverk kveiki lífsneista, að lifa í núinu, samvera með fólki með svipaða reynslu, að skilja eitthvað áþreifanlegt eftir sig og að geta stutt aðra sem eru í svipuðum sporum.
Niðurstöður benda til þess að skapandi handverk sé mikilvægt bjargráð fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein þar sem skapandi handverk er uppbyggjandi, róandi og gefandi, bæði andlega og líkamlega, og að stuðningur fagaðila sé nauðsynlegur til að leiðbeina og gefa fagleg ráð. Jafnframt sýna niðurstöður að með skapandi handverki gefist einstaklingnum tækifæri til að stækka stuðningsnet sitt. Stuðningur eftir greiningu krabbameins er mikilvægur þar sem greiningin er mikið áfall fyrir viðkomandi og veldur mikilli tilfinningaólgu. Einnig getur jafningja-stuðningur komið í veg fyrir félagslega einangrun og vanlíðan þar sem einstaklingurinn getur samsamað sig hópnum. Einnig kom í ljós að mikil þörf er á skapandi handverki með stuðningi fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein á landsbyggðinni.
Lykilorð: Krabbamein, listsköpun, skapandi handverk, reynsla, bjargráð, ánægja, lífsgæði, þrautseigja, endurhæfing og bataferli.
The purpose of this study is to highlight the value of creative crafts in increasing the quality of life for individuals diagnosed with cancer and how important it is to get support from professionals in the crafts. The aim of this study is to shed light on the experience and attitudes of these individuals towards crafts. The study is based on qualitative methods; data was collected from six semi-open interviews with seven individuals diagnosed with cancer and professionals. My research question is: How does an individual experience the illness process or recovery process when using creative crafts with support?
Participants were purposefully selected in order to obtain answers to the research question as a combination of snowball sample, purposive sample and convenience sample. The data analysis was done in the spirit of grounded theory. Data analysis revealed a consensus that laid the foundation for the five main themes: the artistic creativity and creative crafts ignite the spark of life, living in the now, being with people who share similar experiences, to leave something tangible behind and be able to support others who are in a similar position.
The results suggest that the creative crafts are important coping strategies for individuals diagnosed with cancer. Creative crafts are enriching, relaxing and rewarding, both mentally and physically. Professional support is also necessary for guidance and consultation. Furthermore, the results indicate that creative crafts give the individual an opportunity to expand his own support. Support following cancer diagnosis is important as the diagnosis is a huge shock for the person and causes great emotional stress. Peer-support, where the individual can identify with a group, is also important to prevent social isolation and distress. It was also revealed that a great need is for creative crafts, with the support of professionals, for individuals diagnosed with cancer outside the urban area.
Keywords: Cancer, artistic creativity, creative crafts, experience, coping, satisfaction, quality of life, tenacity, rehabilitation and recovery process.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Listsköpun kveikir lífsneista.pdf | 1.03 MB | Open | View/Open |