is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20093

Titill: 
  • Upplifun dvalar- og starfskvenna á þjónustu Kvennaathvarfsins
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvernig upplifun annars vegar dvalar- og hins vegar starfskvenna Kvennaathvarfsins er á þjónustu þess. Rannsóknin var þrískipt og beindist í fyrsta lagi að því hvernig konur höfðu vitneskju um Kvennaathvarfið og eftir hverju þær leituðu þegar þær fóru þangað. Í öðru lagi var skoðað hvernig konur sem dvelja í Kvennaathvarfinu upplifa dvölina, hvort dvölin og þjónustan uppfylli væntingar þeirra. Í þriðja lagi var kannað hvernig starfskonur Kvennaathvarfsins upplifa aðstoðar- og þjónustuþörf dvalarkvenna ásamt því að skoða hvernig starfskonur upplifa þá þjónustu sem þær sjálfar veita og þá þjónustu sem Kvennaathvarfið veitir. Við gerð rannsóknarinnar var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir. Tekin voru viðtöl við sjö viðmælendur, fjórar dvalarkonur og þrjár starfskonur. Dvölin í Kvennaathvarfinu virðist vera dvalarkonum góð og starfskonur sáttar með þá þjónustu sem veitt er. Hægt er að fá aðstoð hjá starfskonum Kvennaathvarfsins við að greiða úr ýmsum málum, hvort sem þau varða húsnæði eða milligöngu við aðrar stofnanir og úrræði. Starfskonur Kvennaathvarfsins eru vel í stakk búnar til að veita konum stuðning og hjálp til sjálfshjálpar og upplifa dvalarkonur mikinn andlegan stuðning og öryggi á meðan á dvöl stendur.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research was to study how women who stay at Kvennaathvarfið and women who work there experience their services. The research had three components firstly to study how women knew that Kvennaathvarfið existed and what they were searching for when they went there. Secondly to study how women who stay at Kvennaathvarfið experience their stay, how the stay and the services met their expectations. Thirdly to study how the employees at Kvennaathvarfið experience the services that they themselves provide and the services provided by Kvennaathvarfið. The research is based on seven interviews, four of them with women who had stayed in Kvennaathvarfið and three with women who work there. Both the women that have stayed at Kvennaathvarfið and the women who work there seem to be satisfied with their services. Women can get help from the staff to deal with various affairs, for example housing, mediation with other institution and resources. The employees at Kvennaathvarfið are well prepared to help the women who stay there and they seem to experience a lot of emotional support and security during their stay.

Samþykkt: 
  • 24.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20093


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karitas Hrund.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna