is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20094

Titill: 
 • Einkenni mála í þjónustu á göngudeild BUGL: Fjölskyldugerð, tilvísunarástæður, fyrri þjónusta o.fl.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Megin markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvað einkennir þann hóp sem er í þjónustu á göngudeild barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans (BUGL). Kannað var hverjar helstu tilvísunarástæður þessara barna voru og hvort að tengsl væru á milli ýmissa breyta og tilvísunarástæðna. Einnig var athugað hvaða starfsstéttir væru að vísa málum á göngudeildina, hvaða þjónustu börnin væru að fá í nærumhverfi sínu og hvort að tengsl væru á milli búsetu barnanna, tilvísenda og þjónustu í nærumhverfi. Til að varpa ljósi á markmið rannsóknarinnar var notast við megindlega aðferðarfræði og upplýsingar um börn og unglinga í þjónustu á göngudeild BUGL voru settar í tölfræðilegt form. Flestar upplýsingar um börnin fengust úr stöðluðum tilvísunareyðublöðum sem oftast fylgja málum sem vísað er á göngudeildina. Úrtak rannsóknarinnar voru öll börn sem samþykkt voru í þjónustu á göngudeild BUGL árið 2012 og voru tilvísanirnar alls 234 talsins. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að flest börn í þjónustu á göngudeild BUGL eru á aldrinu 11-15 ára (57%), kynjahlutfall var tiltölulega jafnt eða 51% strákar á móti 49% stelpna og flest barnanna búa á höfuðborgarsvæðinu (69,7%). Algengasta tilvísunarástæða vegna vanda barns var vegna innhverfs vanda (39,6%) og fundust marktæk tengsl á milli tilvísunarástæðna, kyns og aldurs. Sálfræðingar og læknar voru í meirihluta þeirra starfsstétta sem vísuðu börnum sem bjuggu á landsbyggðinni en geðlæknar og bráðateymi í meirihluta þeirra sem vísuðu börnum sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu. Stærsti hluti allra barna í þjónustu á göngudeild BUGL hlaut þjónustu bæði í ítar- og grunnþjónustu í nærumhverfi sínu (34,4%). Marktækur munur var að finna á hvaða þjónustustig börnin hlutu þjónustu í nærumhverfi og eftir því hvort að börn bjuggu á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni en flest þeirra barna sem bjuggu á landsbyggðinni hlutu einungis þjónustu eða meðferð í grunnþjónustu.
  Lykilorð: Geðræn vandkvæði, börn og unglingar, BUGL, tilvísunarástæður, fyrirbyggjandi inngrip, þjónustustig.

 • Útdráttur er á ensku

  The main goal of this research was to examine the characteristics of those who are in treatment at the outpatient unit of the child and adolescent psychiatric department of Iceland's National University Hospital, which is known as BUGL. The main reasons why these children were referred was investigated, and whether there was a correlation between different characteristics and the reasons for their referral. Who referred the cases and what services the children received in their immediate environment was also examined and whether there was a correlation between these factors and the children's place of residence. Quantitative methods were used to shed light on the goals of this research, and information about the children and adolescents who were referred to BUGL's outpatient unit was converted into statistical form. Information about the children was taken from standardized referral forms which usually accompany cases that are sent to the outpatient unit. A total of 234 cases were included in the sample, comprising all of the children who were referred to BUGL's outpatient unit in 2012.
  The main results of the survey showed, first, that most children who served at BUGL's outpatient unit are between 11-15 years of age (57% of the sample), the sex ratio was relatively even or 51% boys compared to 49% girls and most of the children lived in the greater Reykjavík area (69,7%). Internalizing problems were the most common reason for referral (39,6%) and a significant correlation was found between gender, age, and the reason for referral. The majority of those who referred children who lived outside the greater Reykjavík area were psychologists and physicians, while the majority of those who referred children from the greater Reykjavík area were psychiatrists and members of emergency response teams. Most of the children who were referred to BUGL's outpatient clinic received both basic and extended services. There was a statistically significant difference between the services received by children who lived within and outside the greater Reykjavík area. Most of the children who lived outside the Reykjavík area received only basic services or treatment.

Samþykkt: 
 • 24.11.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20094


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arna Arinbjarnardóttir.pdf2.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna