is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20095

Titill: 
 • Reynsla feðra sem ekki deila lögheimili með barni. „Þú átt engin börn“
 • Titill er á ensku Experience of fathers who do not share a legal residence with their children
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Börn sem eiga foreldra sem ekki búa saman dvelja í sífellt auknum mæli á heimilum beggja foreldra. Löggjafinn skilgreinir annað foreldrið sem lögheimilisforeldri og hitt sem umgengnisforeldri. Barn getur aðeins haft skráða búsetu á einum stað og nefnist það lögheimili barns. Heimili umgengnisforeldra er hvergi nefnt í lögum. Það kallar á umræðu um stöðu þeirra.
  Markmið þessarar rannsóknar er því að rannsaka stöðu og reynslu foreldra sem ekki deila lögheimili með barni sínu. Leitað er svara við tveimur megin rannsóknarspurningum: 1. Hvaða tillögur hafa verið lagðar fram á Alþingi um breytingar á reglum um stöðu og skyldur foreldra sem ekki deila lögheimili með barni sínu? og 2. Hver er reynsla foreldra sem ekki deila lögheimili með barni sínu og hvernig upplifa þeir reglur sem um slíka stöðu gilda?
  Til að svara fyrri spurningunni er unnin stefnugreining á tillögum nefnda sem starfað hafa á vegum stjórnvalda frá síðustu aldamótum og skoðað hver hafa verið afdrif þessara tillagna. Greiningin leiðir í ljós að tillögurnar snúa fyrst og fremst að fyrirbyggjandi ráðgjöf, sameiginlegri forsjá, jafnri ábyrgð foreldra á umönnun og framfærslu barna og að opinber stuðningur nái til beggja heimila.
  Til að svara seinni spurningunni voru tekin viðtöl við fimm feður sem eiga það sameiginlegt að eiga börn sem dvelja reglulega hjá þeim en eiga lögheimili hjá móður. Niðurstöður sýna að feðurnir hafa þá reynslu að kerfið gerir ráð fyrir því að lögheimili barna sé hjá móður og faðir greiði meðlag, annað fyrirkomulag sé ekki í boði. Þeir upplifa sterkt að kerfið geri ekki ráð fyrir barni á heimili feðranna og þrátt fyrir að þeir framfæri börn sín á tveimur heimilum séu þeir ekki viðurkenndir framfærendur barna. Dæmi eru um að þröngur fjárhagur feðranna skerði möguleika þeirra til að annast um börn sín eins og þeir myndu kjósa.
  Lykilorð: Skilnaður, börn, foreldrar, forsjá, búseta, framfærsla.

 • Útdráttur er á ensku

  Children, who have parents that do not live together, reside increasingly more often in the homes of both parents. The legislature defines one of the parents as a resident parent and the other as a non-resident parent. A child can only be registered as a resident in one place. The homes of non-resident parents are nowhere mentioned in the law. This necessitates a discussion of their status.
  The aim of this study is to investigate the standing and experience of parents who do not share a legal residence with their children. There are two main research questions: 1. What proposals have been submitted to the Parliament regarding changes to rules concerning the standing and duties of parents who do not share a legal residence with their children? and 2. What is the experience of parents who do not share a legal residence with their children and how do they experience the rules that apply to such a situation?
  To answer the first question, a policy analysis is made of the recommendations of committees that have worked on behalf of the government, from the turn of the century and what the outcome of these proposals has been. The analysis reveals that the proposals primarily involve preventative consulting, joint custody, equal parental responsibility for the care and support of children and public support extends to both households.
  To answer the second question, interviews were conducted with five fathers who all have children that stay with them regularly but legally reside with their mothers. The results show that the fathers feel that the system assumes the legal residence to be with the child's mother, while the father pays child support, with other arrangements not being available. They feel strongly that the system does not anticipate a child to reside at the father's home, and even though they supported their children in two homes they would not be recognized as supporters of their children. The examples show that the tight finances of the fathers impair their ability to care for their children as they would like.
  Keywords: Divorce, children, parents, custody, residence, cost-of-living.

Samþykkt: 
 • 24.11.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20095


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FRG442L-heh46-MA-Final-2014.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna