is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20096

Titill: 
 • Ímyndaðu þér engan himin : starfendarannsókn
 • Titill er á ensku Imagine there is no heaven
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um starfendarannsókn sem unnin var á tímabilinu frá janúarbyrjun 2013 fram á vorið 2014. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig kennari gæti örvað ímyndunarafl nemenda með það að markmiði að auka áhuga og virkni þeirra í námi.
  Við fræðilega umfjöllun eru lagðir til grundvallar þættir sem tengjast ímyndunarheimi barna. Fjallað er um forhugmyndir og ímyndunarafl barna, svo og um hvernig hægt er að nota leik, samtal og hlustun í kennslu til að efla ímyndunarafl nemenda. Í aðferðafræðilegum hluta ritgerðarinnar er fjallað um markmið rannsakanda, hvernig honum gekk að fylgja þeim eftir og hvaða áskorunum, hindrunum og tækifærum hann stóð frammi fyrir í því ferli. Þá er gagnaöflunarferlinu í samstarfi við nemendur lýst og greint frá rýnivini og greiningu gagnanna.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru flokkaðar eftir þemum sem komu fram í gögnum rannsakanda. Þemun eru: Tilraunir kennarans til að virkja hugarheim nemenda í kennslustarfinu þar sem leikur, samtal og hlustun samþættast; jafnframt hvernig kennarinn markvisst stuðlaði að virkri hlustun og samræðu þar sem ímyndun var leyfð sem lykilatriði til þess að örva nemendur.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til að með því að stuðla að markvissu samtali og hlustun í skólastofunni þá hjálpa börnin hvert öðru. Leikurinn, samtalið og hlustunin eru til þess fallin að örva ímyndunaraflið. Námsverkefnin sýndu að ímyndunarafli barna eru nær engin takmörk sett og börn hafa öflugt og fjörugt ímyndunarafl sem hægt er að örva. Rannsóknin leiddi til þess að kennarinn fór að hlusta betur á nemendur og hugmyndir þeirra, lærði betur samtalsaðferðir barnanna og fór að leyfa samræðunum að flæða.

 • Útdráttur er á ensku

  The action research, described in this paper took place from early January 2013 until the spring of 2014. The paper describes how a teacher was able to enhance the fantasy of her students. The aim of the research was to stimulate the imagination of the students and change the working methods the teacher uses so she can develop teaching methods that can be used to enrich the learning potential of the children.
  The theoretical discussion is based on fundamental issues that are connected with children’s imagination. It describes the students´ preconceptions as well as children’s imagination and fantasy. The paper also deals specifically with play, conversation and listening.
  The methodological part of the essay describes how the researcher managed to go by her own objectives, how the research developed and went through changes, how the researcher had to deal with challenges, barriers and opportunities. It also describes the data collecting process with the children, explains the data reviewing and the data analysis.
  The conclusions are presented in the main part of the paper. The conclusions are classified by themes that rose from the data gathered when analysed. Attempts are made to answer the research question which opens a view into the teacher´s work and the students´ work at the same time. It describes how the teacher attempted to activate the imagination of the students by using the „trio″ in class where play, conversation and listening were integrated into the teaching. Active listening and conversation were systematically encouraged and imagination not only allowed but encouraged because it was a key factor in stimulating students. It also describes the changes that the research process went through in this proactive action research that was supposed to encourage and enrich.
  The main conclusions are summarized in the discussion chapter and put into scientific context. The paper also suggests what one may learn from this research. Its main aim was to investigate how a teacher might stimulate the imagination of students with the aim of increasing their interest and making them more active as students. This chapter therefore also describes how the research affected the teacher´s practises and teaching methods.

Samþykkt: 
 • 24.11.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20096


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ímyndaðu þér engan himin.pdf2.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna