is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/201

Titill: 
 • Ánægja kvenna með þá þjónustu sem þær fá frá ljósmæðrum í fæðingu og sængurlegu á kvennadeild FSA
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi er lokaverkefni til B.Sc. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ánægju kvenna með þá þjónustu sem þær fá frá ljósmæðrum í fæðingu og sængurlegu á kvennadeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar (FSA). Rannsóknarspurningarnar voru þrjár:
   Eru konur ánægðar með þá þjónustu sem ljósmæður á kvennadeild FSA veita þeim í fæðingu?
   Eru konur ánægðar með þá þjónustu sem ljósmæður á kvennadeild FSA veita þeim í sængurlegu?
   Hvaða þættir hafa áhrif á ánægju kvenna með þá þjónustu sem þær fá frá ljósmæðrum í fæðingu og sængurlegu á kvennadeild FSA?
  Notast var við megindlega og eigindlega rannsóknaraðferð. Í megindlegu rannsóknaraðferðinni var notast við tengsla og lýsandi rannsóknaraðferð en í eigindlegu rannsóknaraðferðinni var notast við fyrirbærafræði. Þátttakendur voru valdir með þægindaúrtaki og voru það konur sem fæddu börn sín á kvennadeild FSA á tímabilinu 1. desember 2003 til 29. febrúar 2004. Svarhlutfall þátttakenda var 74% eða 68 konur af 92 sem fengu spurningalistann afhentan. Við tölfræðilega úrvinnslu var notast við hugbúnaðinn Statistical package for social sciences (SPSS) og töflureikninn Microsoft Excel.
  Ítarleg heimildaleit var gerð til að fá góða mynd af viðfangsefninu. Ánægja kvenna í fæðingu og sængurlegu er mikilvægur mælikvarði á gæði þeirrar fæðingaþjónustu sem í boði er hverju sinni. Ekkert er mikilvægara heldur en sú umönnun sem ljósmóðir veitir því gæði þeirrar þjónustu endurspeglar upplifun konunnar. Þarfir einstaklinga hvað varðar gæði þjónustu eru mjög misjafnar og ánægja kvenna er eins og hver kona tjáir hana vera. Telja rannsakendur að ljósmæður séu í góðri aðstöðu til að nýta sér reynslu kvenna til að efla þá þjónustu sem í boði er og auka þ.a.l. ánægju kvenna með fæðingaþjónustu.
  Niðurstöður sýndu fram á almenna ánægju kvenna með þá þjónustu sem þær fá frá ljósmæðrum á kvennadeild FSA. Allar konur sem tóku þátt í rannsókninni voru annað hvort mjög ánægðar eða ánægðar með þjónustu ljósmæðra í fæðingu. Hins vegar voru 90% kvenna mjög ánægðar eða ánægðar með þjónustu ljósmæðra í sængurlegu og 10% sögðust vera hvorki ánægðar né óánægðar. Ekki var því marktækur munur á milli ánægju kvenna í fæðingu og sængurlegu en þó voru konur almennt ánægðari með þjónustu ljósmæðra í fæðingu miðað við sængurlegu. Niðurstöður rannsóknarinnar komu rannsakendum ekki á óvart þar sem rannsakendur gerðu ráð fyrir að svör þátttakenda yrðu jákvæð. Rannsakendur telja að þrátt fyrir að niðurstöður hafi verið jákvæðar sé alltaf hægt að auka gæði þeirrar þjónustu sem ljósmóðir veitir hverju sinni.
  Lykilhugtök: Kvennadeild FSA, ánægja, gæði, fæðing, sængurlega og ljósmóðir.

Samþykkt: 
 • 1.1.2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ankvk.pdf1.17 MBOpinnÁnægja kvenna með þá þjónustu sem þær fá frá ljósmæðrum í fæðingu og sængurlegu á kvennadeild FSA - heildPDFSkoða/Opna