is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskólinn á Bifröst > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22039

Titill: 
  • Heimildir umboðsmanna hlutafélaga.
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til ML-gráðu í lögfræði við Háskólann á Bifröst. Í ritgerðinni er fjallað um heimildir umboðsmanna hlutafélaga og takmarkanir þeirra. Það er markmið þessarar ritgerðar að gera grein fyrir hvaða forsvarsmenn hlutafélaga hafa umboð til að skuldbinda þau, hvaða heimildir felist í þessum umboðum, við hvað skuli miða við mat á skuldbindingargildi löggerninga gerðra í skjóli þessara umboða og hvort takmarkanir á heimildum umboða hafi áhrif á önnur og víðtækari umboð sem einn og sami fyrirsvarsmaður hlutafélags kann að hafa.
    Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað um félagarétt og hlutafélagaformið auk megineinkenna félaganna. Stjórnir hlutafélaga og fyrirkomulag þeirra er skoðað til skýringar á hvaða stöðum umboðsmenn hlutafélaga gegna og hvernig umboð þeirra tengjast fyrirkomulagi stjórnanna. Því næst er farið yfir hverjar heimildir umboða til að skuldbinda hlutafélög eru og hvert umboð skoðað til hlítar með hliðsjón af dómaframkvæmd og reynt eftir fremsta megni að varpa ljósi á hvar mörk þeirra liggja. Undanþágur frá skuldbindingargildi gerninga við hlutafélög eru því næst skoðaðar og hver áhrif birtingar tilkynninga um tilgang hlutafélags eru. Að lokum er efni ritgerðarinnar dregið saman og ályktanir dregnar út frá umfjöllun hennar um heimildir umboðsmanna hlutafélaga, hvar takmörk þessara heimilda liggja og hve skýr þau eru auk þess sem höfundur veltir fyrir sér hvort og hvernig megi styrkja réttarstöðu viðsemjenda hlutafélaga.

Samþykkt: 
  • 15.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22039


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristjanOrvarSveinsson_ML_Lokaverk.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðin er lokuð að ósk höfundar. Hafa þarf samband við höfund til að nálgast efni ritgerðarinnar. Verkið er verndað af ákvæðum höfundarlaga.