is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20101

Titill: 
  • „Flottur mentor, hann getur gert kraftaverk“ : stuðningur sveitarfélaga við nýja leikskólastjóra
  • Titill er á ensku „Quality mentors - they can work miracles“ : municipality supporting new pre-school principals.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að kanna þann stuðning sem nýir leikskólastjórar fá frá viðkomandi sveitarfélagi er þeir taka við stöðunni. Undirmarkmið eru að skoða í hvaða formi stuðningurinn er og hvort taka þurfi mið af sérstöðu stjórnunarstarfa á kvennavinnustað.
    Hér er um eigindlega rannsókn að ræða og var gögnum aflað með viðtölum við sex leikskólastjóra og einn fulltrúa úr hvoru þeirra tveggja sveitarfélaga sem valin voru. Leitað var til leikskólastjóra sem höfðu tekið við starfinu á síðustu fimm til tíu árum.
    Helstu niðurstöður benda til þess nýir leikskólastjórar fái ólíkan stuðning frá sínu sveitarfélagi. Viðmælendur voru allir sammála um hversu mikilvægt það er að fá stuðning strax í byrjun, bæði formlegan og óformlegan. Umrædd sveitarfélög hafa ólíkt verklag og venjur þegar ráðinn er nýr leikskólastjóri. Í öðru sveitarfélaginu er öllum nýjum leikskólastjórum úthlutaður svokallaður mentor sem veitir þeim handleiðslu í ákveðinn tíma. Það þótti leikskólastjórnunum, sem þátt tóku í rannsókninni, mjög jákvætt og að í því fælist mikill stuðningur. Í hinu sveitarfélaginu er ekkert ákveðið ferli til staðar þegar nýr leikskólastjóri er ráðinn. Hins vegar taldi fulltrúi þess sveitarfélags handleiðslu vera góða aðferð til að veita stuðning. Í báðum sveitarfélögunum var að finna annan stuðning sem leikskólastjórar nýttu sér. Allir leikskólastjórarnir voru á einu máli um hverjir væru helstu þættirnir sem þeir þyrftu stuðning við en það voru starfsmannamál, foreldrasamskipti og rekstur stofnunarinnar. Allir viðmælendur töldu að leikskólinn sem kvennavinnustaður byggi við ákveðna sérstöðu en töldu ekki nauðsynlegt að taka þyrfti sérstakt mið af því þegar veittur er stuðningur. Niðurstöður benda þó til þess að taka þurfi mið af því þar sem erfið starfsmannamál komu upp sem virðast tengjast því að um kvennavinnustað er að ræða; einnig einkennast hefðir og venjur stofnunarinnar af því. Kom fram að leikskólastjórum getur reynst erfitt að finna jafnvægi milli þess að vera yfirmaður og félagi. Í slíkri stöðu getur verið erfitt að þurfa að sýna vald.
    Niðurstöðurnar gefa til kynna að mikið gagn er í því að veita nýjum leikskólastjórum handleiðslu strax í byrjun. Væri áhugavert að gera frekari rannsóknir í fleiri sveitarfélögum á því hvernig verklagi er háttað við móttöku nýrra leikskólastjóra. Einnig væri afar áhugavert að rannsaka enn frekar þá menningu sem virðist vera einkennandi innan leikskólanna.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this research was to investigate the support that new pre-school principals receive from their respective municipality on commencing their new position. Further objectives were to examine the types of support provided and whether special consideration needs to be made for management positions in a predominately female workplace.
    Qualitative research methods were used whereby interviews were conducted with six pre-school principals as well as a representative from each of the two municipalities that were selected in the study. Pre-school principals were sought based on them having assumed their role within the last five to ten years.
    The main findings indicate that new pre-school principals receive varying support based on the municipality to which they work for. The interviewees were in agreement that it was important to receive support immediately on beginning their new role – both in terms of formal and informal support. The municipalities in question had different work procedures and norms when hiring new pre-school principals. In one municipality, all new pre-school head teachers were provided with a mentor who offers guidance for a certain period of time. It was the opinion of the participants in this study that this approach be very positive as well as providing much support. In the other municipality, no formal work procedures were in place for newly hired pre-school principals. On the other hand, the representative from this municipality considered guidance to be an effective approach to offering support. In both municipalities were to be found other support tools that were used by newly hired pre-school principals. All pre-school principals were in agreement as to where support was needed, namely with regards personnel matters, communication with parents and operational issues in running the school. All interviewees considered pre-schools with a predominately female workforce to be unique, however, they did not consider it necessary to receive special support with regards this issue. The conclusions of this research however indicate that special consideration of this issue is required given that difficult personnel matters were related to the pre-school being predominately female; equally this factor also characterized the traditions and practices of the organizations. Pre-school principals also reported that it could prove difficult to achieve a balance between being the head of the organization and being a colleague. In such circumstances, it may be difficult to demonstrate authority when needed.
    The findings of this report indicate there are significant benefits in providing guidance immediately to newly hired pre-school principals. Further research ought to involve the study of more municipalities and investigate their work procedures for supporting new pre-school princpals. Equally, it would be of great interest to study further the culture and characteristics that exist with pre-schools.

Samþykkt: 
  • 25.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20101


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Flottur mentor, hann getur gert kraftaverk-Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir.pdf975,8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna