is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20104

Titill: 
  • "Maður lærir hvernig alvöruheimurinn virlar" : vinna og skólaganga grunn- og framhaldsskólanema 1980-2014
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Vinna grunn- og framhaldsskólanema er langt í frá ný af nálinni. Ástæður vinnunnar eru margar og margvíslegar. Flestir vinna til að hafa örlítið meira skotsilfur milli handanna á meðan laun sumra fara ýmist að hluta eða öllu leyti til framfærslu. Það má vafalaust færa rök fyrir því að neyslumynstur og fjárþörf ungs fólks hafi breyst í gegnum tíðina og án efa myndu margir vilja flokka margt af því sem ungu fólki finnst nauðsynjar sem munað.
    Hér er leitað svara við ýmsum spurningum um vinnu grunn- og framhaldskólanema, bæði sumarvinnu og vinnu með skóla. Spurningalisti var lagður fyrir 105 þátttakendur sem fæddir eru á árunum 1970-1995 og þeir spurðir hvernig atvinnuþátttöku þeirra hafi verið háttað á grunn- og framhaldsskólaaldri. Einnig var lagður örstuttur spurningalisti fyrir kennara í unglingadeilum beggja grunnskólanna og framhaldsskólans á Akranesi um viðhorf þeirra til vinnu nemenda sinna með skólanum. Ennfremur var send fyrirspurn til forsvarsmanna sjö stórmarkaða/verslunarkeðja um hlutfall starfsmanna sem vinna með skólanum hjá þeim.
    Vinna og skólaganga ungra Íslendinga tengjast sterkum böndum. Litið er til ýmissa þátta sem ráða því hvort og af hverju skólafólk er á vinnumarkaði. Einnig er horft til hvernig atvinnuþátttöku grunn- og framhaldsskólanema er háttað á hinum Norðurlöndunum. Viðhorf til vinnu koma líka talsvert við sögu.
    Þátttakendur í könnuninni unnu mikið á skólaaldri. Það kemur ekki á óvart hversu margir þátttakenda unnu einhvern tíma með skóla á framhaldsskólaárum sínum, eða 83%. Atvinnuþátttaka grunnskólanema kom hins vegar verulega á óvart en 60% þeirra unnu með skóla. Sumarvinnan er kapítuli út af fyrir sig. Af 105 þátttakendum voru einungis þrír sem unnu ekki sumarvinnu á grunnskólaaldri og einn vann ekki heldur sumarvinnu á framhaldsskólaaldri, þeir sem unnu aldrei neina sumarvinnu eru allt strákar. Af þessu má ráða að vinnan er stór þáttur í lífi skólafólks, sérstaklega stelpna, því 90% þeirra unnu með skóla þegar þær voru á framhaldsskólaaldri.

  • Útdráttur er á ensku

    “One learns how the real world works”.
    Employment of students in elementary school (age 13-16) and secondary school (age 16-20) 1980-2014.
    It has long been common for students to seek outside employment whilst studying at elementary and secondary school. There are many reasons for this, and they differ between students. Most seek employment to earn extra spending money, whilst others need the income for partial or full self-support. It can be argued that the consumer habits of teenagers and their need for money has evolved over time, and often what they would call necessity, others might consider luxury.
    This thesis seeks to answer questions regarding the employment of elementary and secondary school students, including both summer employment and longer-term occupation. A questionnaire requesting details of summer and term-time employment parallel to elementary and secondary education was sent to 105 individuals born between 1970 and 1995. A short questionnaire was also sent out to teachers of the elementary and secondary school in the town of Akranes, Iceland, questioning their attitudes to the employment of their students. Furthermore, the percentage of students amongst employees was sought from seven supermarket managers.
    There is a long history of young Icelanders undertaking employment simultaneously to their education. Various factors determining if and why students choose to work are taken into account. Comparison is also made with the employment of elementary and secondary students in Scandinavia. Attitudes towards student employment factors significantly in the outcome.
    There was a considerable level of employment amongst participants of the study. Unsurprisingly a large percentage of participants were employed at some point during their studies, namely 83%. However, it was surprising that 60% of participants were found to have been employed whilst at elementary school. Summer employment produced considerably different results. Only three out of 105 participants never had summer employment whilst at elementary school, and only one never had summer employment whilst at secondary school, they were all male. It was also found that 90% of females undertook employment whilst at secondary school. Therefore if can be concluded that employment is a major factor in the lives of students, particularly for females.
    .

Samþykkt: 
  • 25.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20104


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
madur_laerir_hvernig_alvoruheimurinn_virkar.pdf1,45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna