is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20105

Titill: 
 • Atvinnutengd starfsendurhæfing á geðheilbrigðissviði. Samvinna fagaðila og notenda
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknin er eigindleg rannsókn og tekin voru hálfstöðluð viðtöl við sex þátttakendur úr hópi fagaðila og fimm þátttakendur úr hópi notenda. Þátttakendur voru valdir með markmiðsúrtaki með aðstoð hliðarvarða nokkurra stofnana og félagasamtaka. Markmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu og upplifun fagaðila og notenda á starfi og samvinnu í atvinnutengdri starfsendurhæfingu á geðheilbrigðissviði. Leitast var við að fá innsýn og öðlast skilning á upplifun fagfólks og notenda á samstarfi í atvinnutengdri starfsendurhæfingu og samstarfinu á milli þeirra sem og þeirra stofnana og félagasamtaka sem koma að atvinnutengdri starfsendurhæfingu.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að skortur sé á samvinnu og samfellu í kerfinu, að notendur séu ekki hafðir nógu mikið með í ráðum og að ójafnræði ríki á milli stofnana og milli notenda og fagaðila. Niðurstöður benda einnig til þess að samvinnan sé ekki heildstæð og að heildarsýn á úrræði og stofnanir skorti. Þetta getur leitt til þess að brotið sé á réttindum notenda, notendur séu ekki upplýstir um réttindi sín né leiðbeint áfram í kerfinu frá upphafi, sem getur leitt þá til frekari veikinda. Þá sýna niðurstöður bætt lífsgæði notenda og eftirfylgd út á hinn almenna vinnumarkað. Samkvæmt niðurstöðunum eru vísbendingar um að notendur vilja stuðningsaðila fyrr í endurhæfingarferlinu og að eflaust sé þörf á snemmbærum inngripum. Allir fagaðilar virðast þó vera að vinna að framþróun.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á nauðsyn þess að efla samvinnu og samfellu alls staðar í ferli atvinnutengdrar starfsendurhæfingar og að móta þurfi sérstaka stefnu í þessum efnum. Það er hlutverk félagsráðgjafa að aðstoða einstaklinginn til beinni vegar í gegnum frumskóginn sem atvinnutengd starfsendurhæfingarþjónusta getur verið.
  Lykilorð og leitarorð: Atvinnutengd starfsendurhæfing, fötlun, geðfötlun, örorka, samþætting, samvinna, heildarsýn

 • Útdráttur er á ensku

  This is a qualitative research, semi-structured interviews were used with participants. Participants were selected by sampling goals with the help of the directors of selected institutions and organizations. Six were selected from a group of professionals and five from a group of users. The main aim of this research is to explore the experience that professionals and users have on the cooperation between the different work-related rehabilitation providers in the field of psychiatric treatment. This research seeks insight and understanding into professionals’ and users’ experience on the cooperation between themselves and the different institutions and organizations offering work-related rehabilitation.
  The main conclusions of this research indicate a lack of cooperation and coherence in the system; that users are not involved enough and that there is inequality between the different parties. Results imply that the cooperation is not holistic, that a comprehensive overview of possibilities and institutions is missing, which can result in users’ rights being violated as well as users not being informed of their rights or adviced in the right direction from the start, all of which can result in even more lack of health. The results also indicate that users want to obtain sponsors early in the process and that early intervention needs to be increased. Still all parties seem to be working on developing their work processes.
  The results underscore the necessity of increased cooperation and coherence everywhere in the processes of work-related rehabilitation and that a specific strategy needs to be shaped in these matters. The primary role of the social worker is to guide the individual through the sort of jungle that work-related rehabilitation can be.
  Key words and search words: work-related rehabilitation, impairment, handicap, mental illness, disability, integration, cooperation, overview.

Samþykkt: 
 • 25.11.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA verkefni PDF.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna