is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20106

Titill: 
 • Ferðamannaverslun. Þróun & greining
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ekkert lát hefur verið á komu ferðamanna til landsins og hefur ferðaþjónustan vaxið stöðugt á alla mælikvarða síðan 1980. Athygli vekur að þrátt fyrir aukningu tekna í heild af erlendum ferðamönnum er eyðsla á hvern ferðamann að minnka á föstu verðlagi. Þessi mikla fjölgun ferðamanna virðist ekki skila sér í aukinni eyðslu á mann. Sömu sögu er að segja um erlenda kortaveltu ferðamanna en erlend kortavelta á mann er einnig að minnka og dróst til að mynda saman um 2,2% milli 2012 og 2013.
  Hlutur verslunar af erlendri kortaveltu jókst úr 13,7 milljörðum og í 15,8 milljarða milli 2012 og 2013 sem nemur 9,5% aukningu á föstu verðlagi. En þrátt fyrir þessa aukningu dróst hlutfall verslunar af heildarkortaveltu saman úr 18,4% í 17,5% á sama tímabili. Hlutdeild ferðamannaverslunar af heildarverslun á Íslandi hækkaði töluvert síðastliðin 4 ár en hún nam 3,1% árið 2010 en var orðin 4,4% árið 2013.
  Ferðamannaverslun var skoðuð út frá gögnum Rannsóknarseturs verslunarinnar og Tax Free Worldwide. Aðeins voru notuð gögn frá Tax Free Worldwide við gerð ritgerðarinnar en þeir hafa um 60% markaðshlutdeild. Niðurstöðurnar eru því ekki fullkomnar en ættu að gefa prýðilega mynd af þróun.
  Tax Free verslun á Íslandi hefur aukist mikið síðastliðin ár. Hún var alls 6,1 milljarðar árið 2013 en til samanburðar var Tax Free verslun 3,7 milljarður árið 2010. Árið 2013 nýttu alls 199 þjóðir sér endurgreiðsluna hér á landi. Hafa ber í huga að á hverju ári bjóða sífellt fleiri verslanir uppá Tax Free endurgreiðslu. Bandaríkjamenn eru með hæstu hlutdeildina í Tax Free sölu en hinsvegar eru það Rússar og Norðmenn sem versla hér mest á mann á meðan dvöl þeirra stendur. Rússar kaupa að meðaltali Tax Free varning fyrir 250% hærri fjárhæð en hinn almenni meðalferðamaður.

Samþykkt: 
 • 25.11.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20106


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð 25 Nóvember.pdf2.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna