is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20108

Titill: 
  • Að verða læs á tungumál náttúrufræðinnar : læsisaðferðir ætlaðar yngri stigum grunnskóla
  • Titill er á ensku Understanding the language of natural science : literacy strategies for the younger pupils in elementary school
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í nýrri Aðalnámskrá grunnskóla frá 2013 er læsi gert hátt undir höfði sem einum af sex grunnþáttum námskrárinnar. Markmið ritgerðarinnar er því að skoða hvað námskráin og önnur fræði segja um læsi og tengja það læsi almennt sem og læsi á hin ýmsu tungumál náttúrufræðinnar. Náttúru-fræðitextar eru fjölhátta, þ.e. textar sem innihalda mismunandi textaform eins og myndir, töflur, formúlur, auk venjulegs ritmáls. Samspil þessara mismunandi textaforma getur því oft reynst þrautin þyngri og því er lykilatriði að nemendur fái kennslu og þjálfun við lestur á slíkum textum. Hugtakið læsi í víðum skilningi tekur vel á þessu, þar sem það er túlkað sem samspil lesturs, ritunar og merkingarsköpunar. Þá eiga nemendur að geta lesið mismunandi texta, skilið hvað þeir lesa og um leið gefið því merkingu út frá reynslu sinni með því að handleika eða vinna með námsefnið á verklegan og skapandi hátt. Skoðaðar eru nokkrar kennsluaðferðir sem reynst hafa vel við kennslu í læsi, bæði almennt og í náttúrufræðum. Einnig er unnið með skrifleg gögn frá kennurum, á yngri stigum grunnskóla, í tengslum við þróun þeirra á náttúrufræðikennslu með læsi að leiðarljósi. Í framhaldinu voru tekin viðtöl við kennarana til að fá aðeins betri sýn á starf þeirra og breytingar sem höfðu átt sér stað í þróunarferlinu. Með því að kenna nemendum að lesa mismunandi gerðir texta, auka þeir orðaforða sinn jafnt og þétt og eiga því auðveldara með að tengja nýtt efni við það sem áður hefur verið lesið eða framkvæmt. Það er þó ekki eingöngu lærdómur á efni fræðitextans, sem lesinn er hverju sinni, heldur ætti þetta smám saman að auðvelda nemendum að verða læsir á fleiri gerðir fræðitexta.

  • Útdráttur er á ensku

    Literacy is highly regarded in the new national curriculum guide for elementary schools in Iceland from 2013 and is considered one out of six basic abilities that pupils should acquire. The objective of this essay is to examine what the main curriculum and other studies say about literacy and connect it to literacy in general as well as the literacy in the various languages of natural science. The material in natural science is multimodal, texts that may include different kinds of text form like pictures, tablets, formulas, plus ordinary scripts. The complexity of these texts makes it quite difficult for many pupils to understand so it´s vital that they are taught the means and get exercise in interpreting these kinds of texts. An extended notion of literacy explains this rather well, as it highlights the interaction between reading, writing and meaning. Pupils should be able to read different texts, understand the content and at the same time give it meaning from their past experience by using or to work with the material in a practical and a creative way. A number of teaching strategies that have proven well to teach literacy, both in general as well in natural sciences, will be examined. Besides, diverse written material produced by elementary school teachers and addressing early literacy is examined. Subsequently these teachers were interviewed to get a clearer view on their work and the changes they have made in order to give literacy more weight in their teaching. By teaching the pupils to read different types of texts they expand their vocabulary gradually and find it easier to connect new material with something they have read or acted on before. Therefore it is not only the material being read at that exact time that gets through to the pupils but also it should make it easier for them to understand other kinds of academic texts in the future.

Samþykkt: 
  • 25.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20108


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaSS_LOKAÚTGÁFA.pdf1.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna