is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20116

Titill: 
  • Mikilvægi sköpunar í skólastarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þörfin hefur líklega aldrei verið meiri en nú til að efla sköpunargleði, frumkvæði og nýsköpun í menntun barna okkar. Miðað við þróun samfélagsins í atvinnu-, tækni- og menntamálum má sjá að eftirspurn eftir skapandi einstaklingum fer vaxandi. Til þess að fylgja þessari þróun eftir hefur sköpun nú verið lögleidd sem einn af sex grunnþáttum menntunar í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins. Markmiðið er að gera skapandi kennsluhætti sýnilega í öllum námsgreinum og efla skapandi og gagnrýna hugsun nemenda. Í gegnum menntakerfið er einnig hægt að tryggja að öll börn fái að njóta slíks menningaruppeldis. Í ritgerðinni leitast ég við að gera grein fyrir því hvað felst í skapandi skólastarfi, hvaða vægi barnamenning og listfræði hefur í starfinu og hvers vegna það skiptir máli að nota skapandi kennsluhætti með börnum.
    Með sköpun sem grunnþátt menntunar og ákveðin markmið, innan menningarstefnu Reykjavíkurborgar, sem snerta barnamenningu er ljóst að viðleitni til þess að innleiða og viðurkenna sköpun í skólastarfi er til staðar. Skortur á langtíma rannsóknum á þessu sviði tefur þó fyrir að áþreifanlegar niðurstöður fáist um áhrif og mikilvægi starfsins. Þrátt fyrir það benda margar rannsóknir og kannanir til mikillar ánægju bæði nemenda og foreldra þeirra með skapandi skólastarf þar sem vel er að því staðið. Sköpun, hugvit og mannauður landsins er vannýtt auðlind en nú er tími til kominn að setja krana á og leyfa henni að flæða í gegnum menntakerfið. Þannig undirbúum við skapandi jarðveg sem skilar okkur skapandi einstaklingum og frjóu samfélagi í náinni framtíð.

Samþykkt: 
  • 25.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20116


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hanna Birna Geirmundsdóttir.pdf638.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna