is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20120

Titill: 
  • Veggur og úðabrúsi
Skilað: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Á Íslandi hefur graffití (veggjakrot) lítið verið rannsakað en töluvert mikið erlendis og aðallega sem félagslegt atferli. Graffití er upprunnið í Bandaríkjunum um 1970 og skilgreint sem tjáningarform og jaðarmenning. Það náði fótfestu á Íslandi upp úr 1990 og hefur reynst vandamál vegna eignatjóns og sóðaskapar sem það veldur í samfélagsrýminu. Í ritgerðinni er fjallað um graffití á Íslandi og leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hver er sýn graffara á graffití og er rétt og eðlilegt að helga graffití rými innan samfélagsins og í skólakerfinu? Gerð var eigindleg rannsókn og tekið rýnihópviðtal við átta graffara. Til að setja viðtalið í sögulegt og hugmyndalegt samhengi var fjallað um viðhorf til graffitís í alþjóðlegu og íslensku tilliti. Í niðurstöðum viðtalsins kom fram að forsendur graffara gagnvart atferlinu breyttust með auknum aldri og þroska. Þeir líktu graffití við geðsýki og fíkn og þrátt fyrir að berjast fyrir leyfissvæðum vildu þeir einnig geta graffað á eigin vegum, ólöglega og frjálsir. Graffití væri mikil menningarbót og í andstöðu við neyslusamfélagið en ekki vildu þeir að það tengdist skólakerfinu öðruvísi en sem námskeið á þemadögum. Niðurstöður höfundar eru að sýn graffara feli í sér ákveðið ósamræmi og að viðhorf þeirra sé að vissu leyti andfélagslegt en beri í sér frelsisþörf. Nauðsynlegt sé að þrautreyna hugmyndina um leyfissvæði og gefa úðabrúsalist tækifæri til blómstrunar. Ólíklegt sé að taggarar og bombarar hafi áhuga á leyfissvæðum. Ekki sé skynsamlegt að kenna aðferðir graffitís í grunnskólum en nauðsynlegt sé að skólakerfið geti veitt upplýsingar og fræðslu um iðjuna í ljósi þess hversu varasöm hún getur reynst ungum gerendum.

Samþykkt: 
  • 25.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Veggur og úðabrúsi, Nína S. Geirsdóttir.pdf16.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna